Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3681

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
02.05.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir formaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Valdimar Víðisson bæjarstjóri,
Sigurður Nordal sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205031 - Sjómannadagsráð og Hrafnista, uppbygging, Hraunvangi
Uppbygging Hrafnistu í Hafnarfirði til kynningar og umræðu. Aríel Pétursson, María Fjóla Harðardóttir og Þröstur V. Söring mæta til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.
2. 2504736 - Bæjar- og tónlistarhátíð, Hjarta Hafnarfjarðar 2025
Lögð fram umsókn vegna Hjarta Hafnarfjarðar 2025.
Bæjarráð samþykkir að heimila rekstraraðilum Bæjarbíós að halda hátíðina Hjarta Hafnarfjarðar frá 25.06. - 03.08.25
Útfærslu á nýtingu útisvæðis er vísað til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdarráði.
Erindi til Bæjarráðs v Hjarta Hafnarfjarðar 2025.pdf
Hjarta hfj. 2025 - V.1.0 - TILLAGA af uppstillingu.pdf
3. 2303670 - Miðbær, bílastæði
1. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.apríl sl.
Lögð fram drög að nýrri samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar. Ketill Sigurður Jóelsson mætir til fundarins og kynnir.

Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Katli Sigurði Jóelssyni fyrir kynninguna og samþykkir samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Umhverfis- og framkvæmdasvið vinni síðan áfram að þróun og útfærslu verkefnisins. Bæjarráð leggur áherslu á að markmiðið með þeim breytingum sem ráðgerðar eru til reynslu í sumar sé að skammtímastæði nýtist í samræmi við tilgang þeirra og stuðli þannig að bættri nýtingu bílastæða í miðbænum. Breytingarnar eru liður í að styrkja þjónustu og aðstöðu fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf í Hafnarfirði og stuðla að skilvirkari umgengni við sameiginleg rými bæjarins.
Samþykkt um bifreiðastæðasjóð Hafnafjarðar 2025 - Drög - 20250325.pdf
Minnisblað ? Endurskoðun á samþykktum Bílastæðasjóðs Hafnarfjarðar - 20250323.pdf
4. 2310818 - Hvaleyrarbraut 22, bruni,
Til umræðu. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir að fylgja málinu eftir í samræmi við 6. gr. Í lóðarleigusamningi um lóðina þar sem gert er ráð fyrir að lóðin falli til bæjarins hafi húsnæðið eyðilagst og ekki verið byggt upp að nýju. Þá skal hreinsun lóðarinnar fara fram hið fyrsta.
5. 2504676 - Jafnréttisstefna Hafnarfjarðbæjarn 2025
Jafnréttis- og mannréttindastefna lögð fram til samþykktar. Lind Einarsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi jafnréttis- og mannréttindastefnu.
6. 2412949 - Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2024 og fyrirtækja hans
Til umræðu. Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.
Fulltrúar Samfylkingar þakka fyrir framkomin svör.
Svar við fyrirspurn varðandi ársreikning Hafnarfjarðarbæjar 2024 - Samfylking.pdf
7. 2305763 - Skákdeild Hauka, styrkbeiðni
Lagt fram erindi frá Skákeild Hauka dags. 2.apríl sl.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðsluráðs.
Bæjarráð.pdf
8. 2504779 - Græn svæði, ályktun
Lögð fram ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands frá 25.mars sl.
Ályktun aðalfundar Skógfræðingafélags Íslands 2025 (SÍS).pdf
9. 2504698 - Namystów, Pólland, ósk um vinabæjarsamband
Lagt fram bréf frá bæjarstjóra Namislów, Póllandi
List Islandia.pdf
10. 2309164 - Mannauðsmál Hafnarfjarðarbæjar, fyrirspurnir
Til umræðu að ósk fulltrúa Samfylkingar.
Fulltrúar Samfylkingar koma að svohljóðandi bókun:

Ljóst er að Umboðsmaður Alþingis hefur með bréfi sent ítarlegt erindi, spurningalista þar sem óskað er skýringa frá Hafnarfjarðarbæ vegna máls Óskars Steins Jónínusonar Ómarssonar sem hefur kvartað yfir afturköllun á ráðningu í starf deildarstjóra tómstundastöðvar Hraunvallarskóla í júní 2024.Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir gögnum málsins og aðkomu að svörum bæjarins við erindi Umboðsmanns enda mikilvægt að kjörnir fulltrúar fái allar nauðsynlegar upplýsingar, þar sem þeir bera ábyrgð á stjórnsýslu bæjarins og hafa eftirlitsskyldu í þeim efnum. Þá má geta þess að þetta starfsmannamál hefur verið í opinberri umræðu og því fjarri lagi að halda gögnum þess og viðbrögðum bæjarins frá kjörnum fulltrúum.

11. 2504830 - Umsagnir til Alþingis - fyrirspurn
Til umræðu að ósk fulltrúa Samfylkingar.
12. 2505012 - Einkaframkvæmdasamningar, fyrirspurn
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska upplýsinga um ársgreiðslur bæjarins vegna þessara mannvirkja til eigenda þeirra og hvort hafnar séu viðræður um kaup á þeim eða áframhaldandi leigu að leigutíma loknum.
Til umræðu.
13. 2210417 - Málefni flóttafólks og íbúa af erlendu bergi brotnu
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir umræðu um málið.
Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

Fyrir liggur að athugasemdir hafa verið gerðar við vinnubrögð barnaverndarþjónustu Hafnarfjarðarbæjar við umsýslu og verklag á árunum 2022-2024 vegna umsóknar barns frá Kólumbíu, sem sótti um alþjóðlega vernd í ágúst 2022. Drengnum var síðan útvísað 16 ára gömlum í október 2024 og virðist vera að það hafi gerst án þess að tryggt væri hvað tæki við þegar í Kólumbíu kæmi. Drengurinn lenti á götunni þar í landi, en flúði aftur til Íslands og sótti á ný um vernd. Mál hans er nú til umfjöllunar hjá kærunefnd útlendingamála og eins hjá Barna- og fjölskyldustofu. Þessi mál hafa verið í opinberri umræðu og eru ennþá og ekki sérstak trúnaðarmál.
Erindi hefur borist frá GEV, Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála til Hafnarfjarðarbæjar, þar sem skýringa er óskað á meðferð barnaverndaryfirvalda í Hafnarfirði og bærinn hefur svarað. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar leggja á það þunga áherslu að vandað sé sérstaklega til verka þegar börn eiga í hlut í þessu samhengi. Borið er við trúnaði þegar óskað er málsgagna, en jafnaðarmenn benda á að mikilvægt er að kjörnir fulltrúar hafi til þess tök að veita stjórnsýslu bæjarins nauðsynlegt aðhald í þessum málum sem öðrum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði leggja áherslu á að bæjarfulltrúar fjalla ekki um málefni einstaklinga sem eru í vinnslu hjá barnaverndaryfirvöldum eða öðrum innan stjórnsýslunnar. Fjallað er sérstaklega um það í lögum um barnavernd að kjörnum fulltrúum sé óheimilt að hafa afskipti af málum sem þar eru til umfjöllunar.

14. 2504369 - Melabraut 21, endurnýjun lóðarleigusamnnings
Lögð fram beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi.
Melabraut 21, 15.4. 2025.pdf
15. 2504370 - Melabraut 23, endurnýjun lóðarleigusamnnings
Lögð fram beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi.
16. 2504371 - Melabraut 25, endurnýjun lóðarleigusamnnings
Lögð fram beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi.
17. 2504372 - Melabraut 27, endurnýjun lóðarleigusamnnings
Lögð fram beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi.
18. 2107388 - Berghella 2, lóðarleigusamningur og önnur skjöl
Lögð fram beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi.
19. 2504677 - Tunguhella 15, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn GH17 ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu. Til vara er sótt um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu.
Níu umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn S8 ehf. Til vara er dregin út umsókn NR 5 ehf.

20. 2504530 - Tunguhella 15, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Akralindar ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu.
Níu umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn S8 ehf. Til vara er dregin út umsókn NR 5 ehf.

21. 2504516 - Tunguhella 15, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn NR5 ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu. Til vara er sótt um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu.
Níu umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn S8 ehf. Til vara er dregin út umsókn NR5 ehf.

22. 2504514 - Tunguhella 15, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn G.Leifssonar ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu. Sótt er til vara um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu.
Níu umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn S8 ehf. Til vara er dregin út umsókn NR5 ehf.

23. 2504494 - Tunguhella 15, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu.
Níu umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn S8 ehf. Til vara er dregin út umsókn NR5 ehf.

24. 2504492 - Tunguhella 15, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Henrik ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu.
Níu umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn S8 ehf. Til vara er dregin út umsókn NR 5 ehf.

25. 2504490 - Tunguhella 15, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Eignabyggðar ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu.
Níu umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn S8 ehf. Til vara er dregin út umsókn NR5 ehf.

26. 2504424 - Tunguhella 15, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn S8 ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu. Til vara er sótt um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu.
Níu umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn S8 ehf. Til vara er dregin út umsókn NR 5 ehf. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til S8 ehf. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
27. 2504788 - Tunguhella 15, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Breiðhellu ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu.
Níu umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn S8 ehf. Til vara er dregin út umsókn NR 5 ehf.
28. 2504661 - Tunguhella 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn R22 ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu. Til vara er sótt um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu.
Átta umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Bæjarbyggðar ehf. Til vara er dregin út umsókn R22 ehf.


29. 2504640 - Tunguhella 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn 1540 ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu.
Átta umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Bæjarbyggðar ehf. Til vara er dregin út umsókn R22 ehf.


30. 2504515 - Tunguhella 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn NR5 ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu. Til vara er sótt um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu.
Átta umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Bæjarbyggðar ehf. Til vara er dregin út umsókn R22 ehf.


31. 2504513 - Tunguhella 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn G. Leifssonar ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu. Til vara er sótt um atvinnuhúsalóðina nr. 15 við Tunguhellu.
Átta umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Bæjarbyggðar ehf. Til vara er dregin út umsókn R22 ehf.


32. 2504495 - Tunguhella 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Eignabyggðar ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu.
Átta umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Bæjarbyggðar ehf. Til vara er dregin út umsókn R22 ehf.


33. 2504493 - Tunguhella 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Bæjarbyggðar ehf. um lóðina nr. 17 við Tunguhellu.
Átta umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Bæjarbyggðar ehf. Til vara er dregin út umsókn R22 ehf. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til Bæjarbyggð ehf. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

34. 2504491 - Tunguhella 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Henrik ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu.
Átta umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Bæjarbyggð ehf. Til vara er dregin út umsókn R22 ehf.

35. 2504789 - Tunguhella 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Breiðhellu ehf. um atvinnuhúsalóðina nr. 17 við Tunguhellu.
Átta umsóknir bárust um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var út umsókn Bæjarbyggð ehf. Til vara er dregin út umsókn R22 ehf.

Fundargerðir
36. 2504016F - Hafnarstjórn - 1681
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22. apríl sl.
37. 2411558 - Golfklúbburinn Setberg, nýr golfvöllur, framtíðarsvæði
Lagðar fram fundargerðir starfshóps um nýjan golfvöll í landi Hafnarfjarðar frá 28.jan., 6.febr., 26.febr. og 13.mars sl.
38. 2501145 - Heilbrigðiseftirlit, fundargerðir 2025
Lagðar fram fundargerðir heilbrigðisnefndar frá 31.mars og 28.apríl sl.
39. 2504004F - Menningar- og ferðamálanefnd - 449
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 9. apríl sl.
40. 2504015F - Menningar- og ferðamálanefnd - 450
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23. apríl sl.
41. 2502502 - Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, fundargerðir
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðsins frá 21.mars sl.
42. 2501143 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2025
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14., 19. og 20.mars, 4. og 11. apríl sl.
43. 2501141 - Sorpa bs., fundargerðir 2025
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 2. og 23. apríl sl.
44. 2501144 - Stjórn SSH, fundargerðir 2025
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 7. og 14. april sl.
45. 1904277 - Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir
Lögð fram fundargerð 51. fundar eigendafundar Strætó bs. frá 14.apríl sl.
46. 2501142 - Strætó bs, fundargerðir 2025
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 28.febrúar, 14. mars og 11. apríl sl.
Margrét Vala Marteinsdóttir vék af fundi kl. 11:25 og Valdimar Víðisson tók sæti hennar á fundinum.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40 

Til bakaPrenta