Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 532

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
30.04.2024 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Hilmar Ingimundarson aðalmaður,
Gauti Skúlason aðalmaður,
Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi,
Margrét Vala Marteinsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Valgerður Sveinbjörnsdóttir, ritari
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Fanney Dóróthea Halldórsdóttir, sviðsstjóri, Jenný D. Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla, Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla, Geir Bjarnason, íþrótta og tómstundafulltrúi, Kristinn Guðlaugsson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Margrét Össurardóttir, áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Hjördís Fenger, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Björg Jónatansdóttir áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2209167 - Hamranesskóli
Minnisblað sviðsstjóra um undirbúning og vinnu við byggingu nýs grunnskóla í Hamranesi lagt fram til kynningar.
Meirihluti fræðsluráðs vill vekja athygli á því að í minnisblaði fræðslustjóra er tekið sérstaklega fram að börn sem nú þegar eru fluttir í Hamranesið koma til með að hefja skólagöngu sína í Skarðshlíðarskóla enda er sá skóli ekki full setinn. Til viðbótar við þau rými sem þar eru bætast við færanlegar kennslustofur. Hamranesskóli hefur starfsemi sína í færanlegum kennslustofum með ráðningu skólastjóra í ágúst 2025 eða eins og segir í minnisblaði, „Auglýst verður eftir skólastjóra í janúar 2025 sem tekur til starfa við undirbúning skólastarfs og stofnun Hamranesskóla frá 1. ágúst 2025. Hann tekur þátt í hönnunar- og hugmyndavinnu að innra starfi og stefnu skólans“

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir

1.Hvenær er gert ráð fyrir að bygging nýs skóla í Hamraneshverfi hefjist?
2.Hvenær er stefnt að opnun nýs grunnskóla í Hamranesi?
3.Hve mörg börn í Hamraneshverfi munu hefja nám í Skarðshlíðarskóla í haust?
4.Hvað má gera ráð fyrir mörgum börnum í Hamraneshverfi þegar hverfið verður fullbyggt?
5.Hvað má eiga von á að mörg börn í Hamraneshverfi hefji nám í Skarðshlíðarskóla haustið 2025?
6.Er gert ráð fyrir að geta tekið jafnóðum á móti þeim börnum á leikskólaaldri sem flytja í Hamraneshverfið?

Bókun foreldraráðs grunnskólabarna í Hafnarfirði
Foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði harmar þá stöðu sem upp er komin þar sem Hamraneshverfi er að byggjast upp og íbúum stöðugt að fjölga en vinna við byggingu leik- og grunnskóla er ekki í takt við íbúafjölgun.
Foreldraráð hvetur Hafnarfjarðarbæ til þess að flýta vinnu við uppbyggingu Hamranesskóla og þannig bjóða íbúum hverfisins upp á skóla í eigin hverfi og draga um leið úr álagi á nærliggjandi skóla.

Fh. foreldraráðs grunnskólabarna
Kristín Blöndal Ragnarsdóttir


Minnisblað sviðsstjóra_ Hamranes.pdf
2. 1612120 - Barnvænt samfélag, vottun
Barnvæn samfélög - greinargerð vegna stöðumats.
Fræðsluráð þakkar Þórunni Þórarinsdóttur verkefnisstjóra fyrir kynninguna.
3. 2310850 - Útboð skólamáltíða
Tillaga lögð fram að nýju til samþykktar.

Fræðsluráð samþykkir að framlengja samning við Skólamat ehf. um eitt ár en leggur áherslu að á gildistíma framlengingar séu málefni um skólamat rædd áfram í fræðsluráði með tilliti til þeirra breytinga sem felast í greiðsluþátttöku ríkisins á skólamáltíðum.
Minnisblað_Matarmál-grunnskóla_2024_apríl_LOK.pdf
4. 2008329 - Samþykkt um frístundaheimili
Lögð fram breyting á samþykkt um frístundaheimili.
Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á reglum frístundaheimila og vísar til frekari samþykktar í bæjarstjórn.

Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun.
Mikilvægt er að passa vel upp á það að komið verði móts við fólk sem ræður illa við styttingu á opnunartíma frístundaheimila. Ákveðin sveigjanleiki í þarf að vera til staðar fyrir þann hóp.
5. 2206160 - Skipulag leikskóladagsins
Framundan á endurskipulagningu leikskóladagsins - aðgerðir til kynningar.
Fræðsluráð fagnar því að nú í haust munu taka gildi þær breytingar sem nú þegar hafa verið samþykktar í fræðsluráði er varðar nýtt skipulag leikskóladagsins. Það er von okkar og trú að breytingar þessar muni hafa jákvæð áhrif á starfsemi leikskólanna,  fyrir börnin, foreldra og starfsmenn.
Hfj-leikskoladagurinn.pdf
6. 2402569 - Frístundastyrkur, börn með erlendan uppruna fyrirspurn
Frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta