Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 468

Haldinn Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð),
30.04.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.
Árni Rúnar Árnason vék af fundi kl. 10:00.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2504395 - Tennisvöllur - Padel
Lögð fram tillaga um að bjóða út svæði tennisvallarins á Víðistaðatúni til reksturs tennis/padel vallar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa svæði tennisvallarins á Víðistaðatúni til uppbyggingar og reksturs tennis/padel vallar til 5 ára.
2. 2504566 - Fóðrun fráveitulagna í börðum
Lögð fram tilboð sem bárust í fóðrun fráveitulagna.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað sé samninga við lægstbjóðandi, Hreinsitækni ehf.
3. 1608822 - Reykjanesbraut, Lækjargata, hringtorg
Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta til fundarins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir kynninguna og leggur til við Vegagerðina að unnið verði áfram að málinu.
4. 1809488 - Tjaldstæðið, Víðistaðatúni
Tekið fyrir að nýju.
Tekið til umræðu.
5. 2304564 - Norðurbakki, salernisaðstaða
Tekið fyrir.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að sett sé upp salernisaðstaða við Krosseyri auk þess sem sett verða upp skilti til áréttingar.
Ishmael David verkefnastjóri mætir til fundarins undir sjötta dagskrárlið.
6. 2504733 - Grassláttur á opnum svæðum 2025
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynningu á fyrirkomulagi við grasslátt á opnum svæðum sumarið 2025 og hrósar starfsfólki fyrir vel unnin störf.
ÞMH verkáætlun sláttur 2025.pdf
sláttukort verktaki 2025.pdf
ÞMH sláttur 2025.pdf
7. 2504732 - Sópun gatna og stíga 2025
Tekið til umræðu.
Tekið til umræðu.
Sópun 2025.pdf
Björn Bogeskov forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og Ingibjörg Sigurðardóttir garðyrkjustjóri mæta til fundarins undir áttunda dagskrárlið.
8. 2504735 - Sumarblóm og fegrun
Tekið til umræðu
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynningu á fyrirkomulagi við gróðursetningu sumarblóma og þakkar starfsfólki fyrir vel unnin störf. Mikil tilhlökkun er að sjá bæinn í sumarbúning.
9. 2208505 - Umhverfis- og framkvæmdaráð, tillögur og fyrirspurnir kjörinna fulltrúa
Malarplan á Merkurgötu tekið til umræðu að beiðni fulltrúa Samfylkingarinnar.
Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2026.
Merkurgata.pdf
10. 2209167 - Hamranesskóli
Lagt fram val tilboða.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:11 

Til bakaPrenta