Til bakaPrenta
Fjölskylduráð - 531

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
29.04.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Margrét Vala Marteinsdóttir formaður,
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Erna Aradóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Hrafnhildur Ágústsdóttir, lögfræðingur velferðarþjónustu, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2503590 - Ungmennaráð, tillögur 2025
Nína Sólveig Svavarsdóttir og Lilja Rún Hrafnsdóttir fulltrúar ungmennaráðs mæta til fundar undir þessum lið.
Fjölskylduráð þakkar Nínu Sólveigu Svavarsdóttur og Lilju Rún Hrafnsdóttur fullltrúum frá ungmennaráði.

Tillögu ungmennaráðs er vísað til umfjöllunar í starfshópi um framtíðarsýn í málefnum fatlaðs fólks jafnframt leggur fjölskylduráð til að tillagan fái umfjöllun í fræðsluráði.
Tillögur frá fulltrúum Ungmennaráðs Hafnarfjarðar til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.pdf
2. 2504678 - Svæðisbundið farsældarráð
Hanna Borg Jónsdóttir, verkefnastjóri farsældarráðs höfuðborgarsvæðisins kynnir farsældarráðið, tilgang og hlutverk þess, samsetningu og áætlaða tímalínu.
Fjölskylduráð þakkar Hönnu Borg Jónsdóttur fyrir kynninguna.
3. 2503256 - Frumkvæðisathugun á akstursþjónustu sveitarfélaga
Niðurstöður frumkvæðisathugunar á akstursþjónustu sveitarfélaga fyrir fatlað fólk og eldra fólk mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
Frumkvæðisathugun á akstursþjónustu sveitarfélaga mars 2025.pdf
Frumkvæðisathugun á akstursþjónustu sveitarfélaga - greingargerð 15.4.2025.pdf
4. 2503121 - Fjölskyldu- og barnamálasvið - viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
Tveir viðaukar lagðir fram.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs til afgreiðslu.
5. 2504055 - Fatlað fólk á biðlista eftir sértæku húsnæði
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fatlað fólk á biðlista eftir húsnæði15.4.2025.pdf
Undirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga 2022.pdf
Áfangaskýrsla II - kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga.pdf
6. 2401142 - Reglur um frístundastyrk fyrir íbúa 67 ára og eldri
Lagt fram.
Lagt fram.

Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggur til og óskar eftir að Fjölskylduráð samþykki breytingar á reglum um frístundastyrk fyrir íbúa 67 ára og eldri. Lagt er til að breyting verði gerð á 2. grein reglnanna þannig að niðurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar hjá hjónum, heldur miðist við tekjur einstaklings, sama viðmið og við niðurfellingu fasteignagjalda.

Þá er jafnframt lagt til að breytingar verði gerðar á 4. grein reglnanna þannig að umsóknarferlið verði einfaldara. Breytingin felur í sér að það nægi að skila staðgreiðsluskrá síðasta árs í stað skattframtals.

Markmið breytinganna er að gera frístundastyrkinn aðgengilegri og skilvirkari fyrir eldri íbúa bæjarins sem er í takt við stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að efla þjónustu við eldri borgara. Breytingarnar byggja áfram á þeirri jákvæðu þróun sem hófst með samþykkt bæjarstjórnar þann 12. mars sl. en tryggir enn betur að fleiri íbúar 67 ára og eldri eigi rétt á frístundastyrk.

Fjölskylduráð samþykkir framlagða tillögu. Tillögunni er vísað til frekari úrvinnslu hjá sviðsstjóra.
7. 2311513 - Umsækjendur um alþjóðlega vernd - samningur
Lagt fram.
Fjölskylduráð lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunar Vinnumálastofnunar um að segja upp samningi við Hafnarfjarðarbæ um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Í opinberu svari Vinnumálastofnunar er ástæða uppsagnar sögð vera fækkun umsækjenda á landsvísu. Hafnarfjarðarbær hefur verið að þjónusta um 100 einstaklinga og því ljóst að umfang verkefnisins er enn mikið.

Uppsögnin mun hafa veruleg áhrif á þá einstaklinga sem þjónustan nær til jafnframt því sem fagleg þekking í málaflokknum mun tapast sem er stórt skref aftur á bak.

Fjölskylduráð leggur ríka áherslu á að hugað verði sérstaklega að afleiddum kostnaði sem þjónustan hefur í för með sér og að sá kostnaður verði ekki færður yfir á sveitarfélögin í nafni hagræðingar hjá ríkinu.

Fjölskylduráð óskar eftir skýrum upplýsingum um næstu skref og hvernig þjónustunni verði háttað hjá Vinnumálastofnun. Mikilvægt er að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd verði tryggð með ábyrgum og faglegum hætti. Einnig leggur fjölskylduráð mikla áherslu á að umsækjendur um alþjóðlega vernd sem staðsettir eru í Hafnarfirði fái þjónustu í bænum.
uppsögn Hafnarfjörður.pdf
8. 2504682 - Mötuneyti fyrir eldra fólk
Lagt fram.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram eftirfarandi tillögu.

Það er afar mikilvægt að bjóða upp á öruggt og aðgengilegt mötuneyti fyrir eldra fólk í Hafnarfirði, þar sem slíkt þjónustuframboð styður við sjálfstæði, bætir lífsgæði og eflir félagslega þátttöku eldri íbúa í nærumhverfi sínu.

Brýnt er að koma starfsemi í mötuneyti að Sólvangsvegi í notkun sem allra fyrst.

Lagt er til að málið verði sett í forgang og mötuneytið opnað hið fyrsta.

Þá leggur meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks til að farið verði af stað í kynningarátak á þjónustu í mötuneytunum að Sólvangsvegi og Hjallabraut 33. Þá er lagt er til að efla starfsemi á Hjallabraut 33 með því að gera endurbætur á húsnæðinu sem og vinna verði sett í gang við að tryggja jafnt aðgengi allra sem vilja nýta sér starfssemi mötuneytis. Þá leggur meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks til að farið verði af stað í kynningarátak á þjónustu í mötuneytunum að Sólvangsvegi og Hjallabraut 33. Þá er lagt til að sett verði upp dagskrá þar sem eru stuttir viðburðir/kynningar reglulega, tónlist og stuttir fyrirlestrar í samstarfi við Félag eldri borgara í Hafnarfirði, menningarstofnanir bæjarins, kirkjur og Fjölskyldu-og barnamálasvið

Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram og upplýsa fjölskylduráð um stöðu málsins á næsta fundi ráðsins.

Formaður ber næst upp til atkvæða framkomna tillögu meirihluta fjölskylduráðs. Er tillagan samþykkt samhljóða.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar furða sig á því að mötuneyti á Sólvangsvegi 1 hafi verið lokað undanfarna mánuði án þess að það hafi komið til umræðu í fjölskylduráði. Hér er um mikilvæga þjónustu að ræða og brýnt að staðið sé við bakið á henni og því ótrúlegt að málið sé bara að koma upp núna í ráðinu. Hvað sem líður góðum áformum meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í málinu á þessu stigi þá er ljóst að hér er eingöngu um að ræða viðbrögð við afleitri stöðu sem er tilkomin vegna verkleysis meirihlutans. Til framtíðar er einnig brýnt að stefna bæjarins sé skýr hvað þetta varðar í tengslum við uppbyggingu nýrra íbúða fyrir eldra fólk í bænum.


Fulltrúi Viðreisnar óskar bókað: Viðreisn lýsir yfir miklum áhyggjum af því að mötuneyti við Sólvangsveg 1 hafi verið lokað í talsverðan tíma og íbúar því ekki getað nýtt þjónustu þess sem skyldi. Einnig finnst Viðreisn afar miður að fulltrúar meirihlutans hafi fengið upplýsingar um málið í janúar sl. en ekki tekið málið fyrir formlega á fundum fjölskylduráðs og upplýst ráðsmenn um stöðuna. Það er afar mikilvægt að ráðið sé samstillt í að þjónusta bæjarbúa og þá sérstaklega viðkvæma hópa, en til að svo megi vera þarf að halda öllum ráðsmönnum upplýstum.

Fulltrúi Viðreisnar fagnar tillögu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og tekur undir það sem þar kemur fram, í ljósi umræðu þessa fundar, en ítrekar engu að síður vonbrigði með það að málið hafi ekki verið tekið fyrir í ráðinu um leið og upplýsingar þar að lútandi bárust fulltrúum meirihlutans og ráðið hefði því getað brugðist strax við stöðunni.

Fulltrúar meirihluta fjölskylduráðs árétta að frá því að upplýsingar lágu fyrir í lok janúar að starfsemi mötuneytis á Sólvangsvegi lægi niðri hefur verið vinna í gangi varðandi þessa þjónustu eins og tillaga meirihlutans undir þessum lið ber með sér.


9. 2504683 - Úttekt á þjónustu hjá fjölskyldu- og barnamálasviði
Lagt fram.
Fjölskylduráð samþykkir að farið verði í úttekt á eftirfarandi þjónustu hjá fjölskyldu-og barnamálasviði. Miðað er við að framkvæmd úttektar verði á vegum HLH ráðgjafar.


1.Unnin verði samantekt á rekstrarupplýsingum.

2.Heimili og íbúðakjarnar

3.NPA

4.Vinna og virkni

5.Einstaklingsstuðningur

6.Fjölskyldustuðningur


Markmið vinnunnar er að greina tækifæri til umbóta í rekstri, stjórnskipulagi og þjónustu í málaflokkunum. Í úttektinni skal tekið mið af heildarstefnu Hafnarfjarðar og verklagsreglum sem í gildi eru í málaflokknum. Stefnt er að því að vinnu við úttektina verði lokið í september nk. og að niðurstöður hennar muni nýtast við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
Fundargerðir
10. 2412078 - Fundargerðir 2024-2025, til kynningar í fjölskylduráði
Fundargerð Samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 3. apríl sl.
Lagt fram.
11. 0701243 - Málskot
Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr.14-16/2025.
Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta