Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarráð - 811

Haldinn Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð),
22.08.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Skarphéðinn Orri Björnsson formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir, Anne Steinbrenner, Berglind Guðmundsdóttir verkefnastjórar, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2403006 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hvaleyrarholt suðaustur
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 samhliða breytingu á deiliskipulagi fyrir nýja íbúðabyggð á Þorlákstúni. Tillagan gerir ráð fyrir breyttri landnotkun SL4, skógræktar- og landgræðslusvæði, í ÍB7, íbúðasvæði, með um 50 íbúðum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breytinga á landnotkun verði auglýst og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
ASK_2013_2025_Thorlakstun-A2_tillaga.pdf
2. 2103116 - Hraun vestur, aðalskipulag breyting
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 05.06.2024 að leita umsagna við skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hrauns vesturs í samræmi við 1.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir breyttri landnotkun. Lýsingin var í kynningu tímabilið 10.6.-8.7.2024. Umsagnir lagðar fram.
Lagt fram.
Slóð á skipulagsgátt.pdf
3. 2206136 - Straumsvík breyting á aðalskipulagi 2013-2025
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 13. júní 2024 var samþykkt að leita umsagna við kynningu á vinnslustigi vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna stækkunar Straumsvíkurhafnar og stækkun efnistökusvæðis Rauðamelsnámu samhliða kynningu umhverfismatsskýrslu. Kynningartími tillögunnar var 24.6-6.8.2024. Umsagnir lagðar fram.
Lagt fram.
Slóð á skipulagsgátt.pdf
4. 2408342 - Straumsvíkurhöfn stækkun, umhverfismat
Lögð fram umsögn Hafnarfjarðarbæjar við umhverfismatsskýrslu.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
Til umsagnaraðila vegna umhverfismatsskýrslu.pdf
Slóð á gögn í skipulagsgátt.pdf
Umsögn vegna umhverfismats.pdf
5. 2311708 - Drangahraun Skútahraun breyting á deiliskipulagi
Lögð fram samantekt athugasemda. Lagður fram uppfærður deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör við framkomnum athugasemdum og samþykkir uppfærða tillögu að deiliskipulagi Drangahraun og Skútahrauns og vísar til samþykkis í bæjarstjórn.
Svör við athugasemdum Drangahraun-Skútahraun 190724-taka tvö.pdf
SKÚTAHRAUN DRANGAHRAUN_060824.pdf
6. 2309612 - Ásland 4, deiliskipulag endurskoðun
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 5. júní sl. að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga fyrir Ásland 4. áfanga.
Breytingin gerir m.a. ráð fyrir að gatan Brunnás verði lögð samsíða Markarási. Gatan Byrgisás kemur neðan við og samsíða Brunnási. Lega Markaráss, áður Grófarás, verði aðlöguð landi auk þess sem hringtorg við Grófir færist til austurs. Keðjuhús og fjölbýli er felld niður sem og hús á bröttum og erfiðum lóðum, stígar og leiksvæði breytast. Húsgerðir breytast. Tillagan var í kynningu 13.6. - 26.7.2024. Umsagnir bárust frá Mílu og HS veitum. Lögð fram samantekt athugasemda og uppfærð greinargerð.
Meirihluti skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag Áslands 4 með uppfærðri greinargerð í samræmi við athugasemdir HS veitna og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa í fyrri bókun sem var lögð fram á fundi skipulags- og byggingaráðs 30. maí og er eftirfarandi:

Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu um breytt deiliskipulag fyrir Ásland 4 er gert ráð fyrir að öll fjölbýli eru tekin út í seinni áfanga Áslands 4. Á svæðinu öllu fækkar því íbúðum í fjölbýlum um 327 sem er um 40% fækkun og sérbýlum fjölgar um 227. Með þessari breyttu nýtingu fækkar íbúðum um 100 sem jafngildir um 250 íbúum.

Byggingarland er ekki ótakmörkuð auðlind og fá ný byggingarsvæði eru eftir í Hafnarfirði og því þarf að nýta þau svæði vel sem eru í boði. Á sama tíma er mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, sérstaklega hjá ungu fjölskyldufólki. Þá kemur fjölgun sérbýla í stað fjölbýla m.a. niður á nýtingu innviða og fjárfestinga í nýju hverfi og er auk þess ekki í samræmi við umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar þar sem segir að við skipulag byggðar verði horft til þess að hún sé þróuð inn á við og þétt, ekki síður en að víkka enn frekar út til óbyggðra svæða.

Ljóst er að breytingin rýrir gæði byggðar. Dregið er verulega úr fjölbreyttum húsnæðiskostum, en þeir laða að ólíka þjóðfélagshópa og fólk á mismunandi æviskeiðum. Fjölgun sérbýla á kostnað fjölbýla er ekki kostur einkum fyrir ungt fólk sem leitar að hagvæmu húsnæði. Þá er í tillögunni dregið úr vægi opina svæða og leikvalla. Göngustígur sem liggur í gegnum hverfið sem myndar grænan ás og er aðgengilegur öllum er það ekki aðgengilegur öllum í fyrirliggjandi breytingartillögu. Það er ekki í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar þar sem segir að tryggja þurfi aðgengi fyrir alla á opnum svæðum og göngustígum.

Gildandi deiliskipulag tók gildi fyrir tveimur árum síðan sem var samstaða um og nú er verið að verja umtalsverðum tíma og fjármagni í að umbylta því. Hér er verið að kasta til höndunum eins og dæmin sýna sem er enn og aftur til marks um hringlandann hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.

Slóð á skipulagsgátt.pdf
Samantekt athugasemda og svör.pdf
7. 2404955 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Fornubúðir 5
Bæjarráð samþykkt á fundi sínum 11.7.2024 að leita umsagna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna Fornubúða 5. Breytingin felur í sér breytingu á skilmálum í greinargerð. Skilmálar miðsvæðis M7 breytast vegna lóðarinnar Fornubúðir 5. Á reit M7 er gert ráð fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast höfn, útgerð, hafrannsóknum og þjónustu við starfsemi á svæðinu. Einnig er gert ráð fyrir fjölbreyttari landnotkunar heimildum, s.s. fyrir almenna þjónustu, menningarstarfsemi, menntastofnanir. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna miðsvæðis M7 gerir ráð fyrir að íbúðir verði einnig heimilaðar á svæðinu. Lýsingin var í kynningu tímabilið 9.7.-15.8.2024. Umsagnir lagðar fram.
Lagt fram.
Slóð á skipulagsgátt.pdf
8. 2405291 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Skarðshlíð
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. júlí sl. að leita umsagna við lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 vegna fjölgunar eigna í Skarðshlíð. Lýsingin var í kynningu tímabilið 9.7-15.8.2024. Umsagnir lagðar fram.
Lagt fram.
Slóð á Skipulagsgátt.pdf
9. 2407223 - Fléttuvellir, lóð fyrir fráveitu, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10.07.2024 var samþykkt að grenndarkynna með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga erindi Hafnarfjarðarkaupstaðar um breytingu á deiliskipulagi vegna stofnunar lóðar fyrir dæluskúr fráveitu. Erindið var grenndarkynnt frá 12.07.2024 til 09.08.2024. Athugasemdir bárust. Lagt fram svar við athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar við athugasemdum og fellur frá breytingu á deiliskipulagi. Erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fléttuvellir, tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna dæluhús.pdf
Samantekt athugasemda og svör.pdf
Slóð á gögn í skipulagsgátt.pdf
10. 2408341 - Hvaleyrarbraut 26, 28 og 30, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi Hvaleyrarbrautar 26, 28 og 30. Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna.
Skipulags- og byggingarráð þakkar Andra Klausen fyrir kynninguna.
Fundargerðir
11. 2406016F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=TwAQCw93kKwQFmXEHaDg1
12. 2406023F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 24
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=dXURIaHAb0WXUHs_xsI0Og1
13. 2407002F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 25
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
14. 2407007F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 26
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=nqpbP_3V8EuvsA8mE7gKKw1
15. 2407010F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 27
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=29l5L2nSCk61l8x6CdFshA1
16. 2407014F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 28
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=_WpF0VJbp06HwXpBXOxAdQ1
17. 2407018F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 29
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=V_qfHIMunkKY6wgLwhdew1
18. 2406017F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 24
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=P9AoUKErlEuDgEtunfLGwA1
19. 2407001F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 25
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=8nKMmcuN60KA2savLHEDDg1
20. 2407006F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 26
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=BmW0xIu6UUWFN_UgEy8x9A1
21. 2407011F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 27
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=RafnsxHkVkOIIKmrUjPn9Q1
22. 2407013F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 28
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=lghgirRI7U67Vl_iUf2xnQ1
23. 2407016F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 29
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=Gjx44oMbSEG_UJRbZUKi_A1
24. 2407017F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 30
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=3ede64y8wE2Df91pciea1A1
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05 

Til bakaPrenta