Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 31

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
21.08.2024 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir arkitekt,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
B-hluti skipulagserindi
1. 2407376 - Einhella 1, breyting á deiliskipulagi
Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir 19.07.2024 um breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að bætt væri við byggingarreit í suðvestur hluta lóðar þar sem möguleiki væri á byggingu á tveimur hæðum.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar uppdráttur hefur verið lagfærður.
2. 2407321 - Reykjavíkurvegur 60-62 , breyting á deiliskipulagi
Hjalti Brynjarsson f.h. lóðarhafa sækir 15.07.2024 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í að lóðirnar Reykjavíkurvegur nr. 60 og 62 sameinast í eina undir heitinu Reykjavíkurvegur 60.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar uppdráttur hefur verið lagfærður.
3. 2408199 - Sléttuhlíð B0, breyting á deiliskipulagi
Gunnar Logi Gunnarsson f.h. lóðarhafa sækir 13.08.2024 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar stækkar að hluta til í norðvestur en heildarstærð lóðarinnar mun vera sá sami.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar uppdráttur hefur verið lagfærður.
4. 2407327 - Straumhella 17, breyting á deiliskipulagi
Tekið fyrir að nýju erindi Jóns Magnúsar Halldórssonar f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að nýrri innkeyrslu er bætt við á vesturhlið lóðar. Á áfgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 07.08.2024 var samþykkt að stytta tímabili grenndarkynningar og loka málinu en ábending barst frá Veitum og umsögn frá HS Veitum. Uppdrætti var breytt m.t.t. innkominna ábendinga.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Straumhella 17, deiliskipulagsbreyting (20.08.2024).pdf
Straumhella 17, umsögn HS Veitna br deiliskipulag Hellnahraun 3 áf .pdf
Straumhella 17, ábending Veitur.pdf
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/942
5. 2407335 - Vikurskarð 6, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 17.07.2024 var samþykkt að grenndarkynna með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga erindi Smára Björnssonar f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi.
Erindið var grenndarkynnt frá 23.07.2024 til 20.08.2024. Engar athugasemdir bárust. Ábending barst frá HS Veitum um að hafa samráð vegna lagna á svæðinu og mögulegra breytinga sem gera þarf á stofnlögnum og heimtaugum.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Vikurskarð 6, ábending HS Veitur.pdf
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/943
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta