Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 31

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
28.08.2024 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2408119 - Suðurgata 44, byggingarleyfi
Gunnar Páll Kristinsson f.h. lóðarhafa sækir 07.08.2024 um byggingarleyfi fyrir 3. hæða fjölbýlishús með bíla- og geymslukjallara.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2404875 - Hryggjarás 6, byggingarleyfi
Gísli G Gunnarsson f.h. lóðarhafa sækir 26.04.2024 um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílageymslu.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2407474 - Álhella 3, breyting
Rúnar Ólafsson f.h. lóðarhafa sækir 30.07.2024 um breytingar á atvinnuhúsnæði. Gluggum bætt við á vestur gafli hússins og innkeyrsluhurð á suðurhlið breytt í glugga og inngangshurð. Innréttuð verður skrifstofa og starfsmannaaðstaða í hluta smávörulagers.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2408408 - Völuskarð 4, breyting
Friðrik Friðriksson f.h. lóðarhafa sækir 21.08.2024 um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á neðri hæðinni.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
E-hluti frestað
5. 2408120 - Hverfisgata 22b, breyting
Steinn Hlíðar Jónsson sækir 07.08.2024 um að byggja anddyri á suðaustur hlið hússins og setja svalahurð og stærri glugga á suðvestur hlið hússins.
Frestað, gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
6. 2408426 - Skútahraun 2, eignaskiptayfirlýsing, dagsektir
Eignaskiptayfirlýsingu, sem gerð var í kjölfar breytinga sem samþykktar voru af byggingarfulltrúa 07. febrúar 2018, hefur ekki verið þinglýst. Eigandi fasteignanna hefur ekki brugðist við tilmælum byggingarfulltrúa.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir 20.000 kr. pr. dag á eiganda Skútahrauns 2, frá og með 12. september 2024 skv. heimild 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta