Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 32

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
28.08.2024 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir arkitekt,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
B-hluti skipulagserindi
1. 2407298 - Gjáhella 10d, dælustöð, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 24.07.2024 var samþykkt að grenndarkynna með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga erindi umhverfis- og veitustjóra Hafnarfjarðar um breytingu á deiliskipulagi.
Tillaga gerir ráð fyrir að stofnuð verði ný lóð undir dælustöð, jafnframt er bætt við tengivegi milli hverfa sem er aðkomuvegur inn á lóðina.
Erindið var grenndarkynnt frá 29.07.2024 til 26.08.2024. Umsögn barst hjá HS Veitum og ábending hjá Veitum. Uppdrætti var breytt m.t.t. inkominna ábendinga.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Gjáhella 10, ábending Veitur.pdf
Gjáhella 10, umsögn HS Veitna br deiliskipulag Hellnahrauns 1 áfangi Hafnarfirði mál nr. 963_2024.pdf
Gjáhella, DSK breyting, ný lóð, uppfært.pdf
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/963
D-hluti fyrirspurnir
2. 2408416 - Fagrakinn 12, fyrirspurn, kvistur
Hróbjartur Róbertsson leggur 21.08.2024 fram fyrirspurn þess efnis að stækka kvist á suðvestur hlið hússins.
Tekið er neikvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa.
Fagrakinn 12, umsögn skipulags.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta