Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 17

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
24.04.2024 og hófst hann kl. 12:30
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Lilja Grétarsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
B-hluti skipulagserindi
1. 2403088 - Álhella 7, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13.03.2024 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga umsókn Gunnlaugs Björns Jónssonar f.h. lóðarhafa um breytingu á innkeyrslum. Innkeyrslur á lóðina frá Álhellu annarsvegar og Stálhellu hinsvegar eru færðar á miðja lóð til að mæta þörfum fyrirhugaðra bygginga á lóðinni.
Erindið var grenndarkynnt frá 19.03.2024 til 17.04.2024. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/292
2. 2403262 - Hringhamar 6-8, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13.03.2024 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi sem felst í tilfærslu djúpgáma.
Erindið var grenndarkynnt frá 21.03.2024 til 19.04.2024. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/312
3. 2402822 - Gullhella 1, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 20.03.2024 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga umsókn Andra Martins Sigurðssonar f.h. lóðarhafa um breytingu á gildandi deiliskipulagi. Breytingin felst í sér að aðkoma á norður hlið lóðar verði færð 3,5 m til vesturs.
Erindið var grenndarkynnt frá 22.03.2024 til 19.04.2024. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/339
D-hluti fyrirspurnir
4. 2404459 - Vikurskarð 6, breyting á deilskipulagi, fyrirspurn
Smári Björnsson f.h. lóðarhafa leggur 12.04.2024 fram fyrirspurn er varðar breytingu á deiliskipulagi. Breytingin snýr að húsgerð, tvíbýli breytt í parhús með tveimur íbúðum. Tveimur bílastæðum bætt við á lóðina, samtals 4 bílastæði innan lóðar, gestastæði í götu hliðrað til. Hámarks fermetrar 430 fm, nýtingarhlutfall hækkar úr 0,51 í 0,58. Breyting á lögun byggingarreits.
Tekið er jákvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa.
Vikurskarð 6, umsögn skipulags.pdf
5. 2404827 - Gjótuhraun 3, fyrirspurn
Páll Poulsen og Iðnmark ehf leggja 23.04.2024 fram fyrirspurn er varðar aukningu nýtingarhlutfalls og leiðréttingu á lóðarstærð á lóðinni. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi er nýtingarhlutfall N=0,38. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall á lóð verði N=0,5 og stærð lóðar leiðrétt þar sem lóðarstærð á samþykktu skipulagi 3460 fm er röng og lóð í raun 3375,5 fm. Spurt er um hvort hægt sé að taka þessa nýju breytingu á nýtingarhlutfalli í samræmi við 3. mgr. 43. gr. eða 44. gr. skipulagslaga.
Tekið er jákvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa.
Gjóthraun 3, umsögn skipulags.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til bakaPrenta