Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 395

Haldinn í Lóninu Linnetsstíg 3,
22.08.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður,
Erlingur Örn Árnason aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Tinna Dahl Christiansen starfsmaður, Geir Bjarnason starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Tinna Dahl Christiansen, 
Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH, Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Guðbjörg Helga Kolbeins fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Á fundi bæjarstjórnar þ. 19. júní sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar

Kosið í ráð og nefndir til eins árs. Kosið til 1 árs:
Íþrótta- og tómstundanefnd 3 aðalmenn, 3 varamenn

Eftirfarandi kosning samþykkt samhljóða:

Íþrótta- og tómstundanefnd:
Aðalfulltrúi Kristjana Ósk Jónsdóttir, Heiðvangi 58 (D)
Aðalfulltrúi Erlingur Örn Árnason, Suðurholti 5 (B)
Aðalfulltrúi Sigurður P. Sigmundsson, Fjóluhlíð 14 (S)

Varafulltrúi Díana Björk Olsen, Nönnustíg 13 (D)
Varafulltrúi Ómar Freyr Rafnsson, Fagrahvammi 2b (B)
Varafulltrúi Árni Þór Finnsson, Suðurvangi 15 (S)
2. 2401303 - Þjóðhátíðardagurinn 2024, 17. júní
Farið yfir hátíðarhöldin.
3. 2405865 - Íþróttavika Evrpópu 2024
Síðasta vikan í september er Íþróttavika.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að taka þátt í íþróttavikunni og hvetur ÍBH til að taka einnig þátt.
4. 1509763 - Fimleikafélagið Björk, rekstrarsamningur
Íþróttafulltrúi gerði grein fyrir vinnu sem hefur átt sér stað vegna fjárhagsstöðu Fimleikafélagsins Bjarkar.
5. 2408277 - Verkefnastyrkur til barna sem hafa fengið stöðu í Hafnarfirði á grunnskólaaldri
Börn sem hafa verið á flótta búa við fjölþættar áskoranir til lengri eða skemmri tíma. Því þurfa börnin og fjölskyldur þeirra oft á tíðum aukinn stuðning þegar þau eru að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi. Í kjölfar mikillar fjölgunar barna á flótta hér á landi ákvað ríkisstjórnin að hefja reynsluverkefni til þess að styðja við sveitarfélög vegna barna á flótta. Rúmlega 100 börn í Hafnarfirði falla undir skilgreiningu ráðuneytis sem börn á grunnskólaaldri á flótta. Hafnarfjarðarbær lagði fram metnaðarfulla umsókn þar sem meginmarkmiðið er að styðja við skóla- og frístundastarf auk barnaverndar. Ráðnir verða tímabundið tveir brúarsmiðir sem munu aðallega styðja við frístundastarf barnanna og vera í góðu samráði við foreldra, skóla og aðila tengdu frístundastarfinu.
6. 2405048 - Skýrsla um sundlaugar
Lögð fram skýrsla Haraldar Sverrissonar um sundlaugar í Hafnarfirði.
Bókun frá fulltrúa Samfylkingar:
Skýrslan sem hér er lögð fram og ber titilinn ,,Skoðun á rekstri og þjónustu sundlauga Hafnarfjarðar" er ársgömul. Margt er við þessa skýrslu að athuga og eru hér tiltekin nokkur atriði. Í fyrsta lagi hefði mátt búast við að gerður hefði verið samanburður á rekstri sundlauganna þriggja í Hafnarfirði. Slíkan samanburð er ekki að finna heldur bornar saman rauntölur úr rekstri Suðurbæjarlaugarinnar árið 2022 við Lágafellslaug og Salarlaug. Þá segir í skýrslunni: ,,Að sögn stjórnenda hafa fjárhagsáætlanir staðist vel undanfarin ár og engin stór frávik verið í rekstrinum." Gott og vel en það vantar í skýrsluna samanburð á rekstraráætlun og rauntölum. Þá vantar upplýsingar um aðsóknartölur í laugarnar og þar hefði verið áhugavert að sjá samanburð við aðsóknartölur sundlauga í öðrum sveitarfélögum. Skýrslan virðist nær eingöngu byggð á samtölum við starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar. Vantar alveg viðtöl við notendur sundlauganna en með því móti hefði verið hægt að fá gagnlegar upplýsingar um þjónustu lauganna, hvað væri gott og hvað mætti bæta.
7. 2401291 - Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar húsnæðisaðstaða
Íþróttafulltrúi fór yfir stöðu mála vegna húsnæðis Hnefaleikafélagsins.
8. 2309561 - Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, ósk um samstarf
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá viðræðum við Akstursíþróttafélagið um aukið samstarf sem felst aðallega í auknu barna- og ungmennastarfi.
9. 2408420 - Fyrirspurn um stuðning við börn og ungmenni í landsliðsverkefnum
Lagt fram erindi Viðreisnar sem vísað var til íþrótta- og tómstundafulltrúa um stuðning við landsliðsþátttöku barna og unglinga.
Fundargerðir
10. 2405222 - Miðstöð ungs fólks í Hafnarfirði
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta