Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 63

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
07.05.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir arkitekt,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
B-hluti skipulagserindi
1. 2503791 - Tunguvegur 3, breyting á deiliskipulagi
STH teiknistofa ehf f.h. lóðarhafa sækir 28.03.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Sótt er um heimild til þess að hækka lofthæð núverandi iðnaðarhluta/bakhús.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Tunguvegur 3, tillaga á deiliskipulagsbreytingu í_grennd.pdf
2. 2503359 - Rauðhella 13, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 19.03.2025 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn Eddu Kristínar Einarsdóttur f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits um 925 fm. Jafnframt breytist nýtingarhlutfall sem verður 0,5 fyrir einnar hæðar hús og allt að 0,6 fyrir tveggja hæða hús.
Erindið var grenndarkynnt frá 24.03.2025 til 25.04.2025. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Slóð á skipulagsgátt.pdf
3. 2503435 - Dvergholt 11, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 19.03.2025 var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn Inga Gunnars Þórðarsonar f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að skilmálum vegna Dvergholts 11 er breytt þannig að heimilt verður að hafa 2 íbúðir. Einnig eru skilmálar vegna stærðar húss og nýtingarhlutfalls uppfærðir til samræmis við núverandi stærð hússins.
Erindið var grenndarkynnt frá 24.03.2025 til 25.04.2025. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Slóð á skipulagsgáttina.pdf
4. 2412077 - Deiliskipulag kirkjugarðsins í Hafnarfirði, breyting
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 12.02.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi kirkjugarðsins í Hafnarfirði samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að bílastæði fyrir stóra bíla við Hvammabraut er fellt út úr skipulaginu. Tillagan var í kynningu frá 20.02.2025 til 03.04.2025. Umsögn barst frá Veitum.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Slóð á skipulagsgátt..pdf
5. 2404966 - Drangsskarð 15, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 19.03.2025 var samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Drangsskarð 15 vegna fjölgunar eigna um eina. Erindið var grenndarkynnt frá 01.04.2025 til 06.05.2025.
Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Slóð á skipulagsgátt.pdf
D-hluti fyrirspurnir
6. 2504359 - Óseyrarbraut 26b, fyrirspurn
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 15.04.2025 var tekið fyrir erindi Þorleifs Eggertssonar, f.h. lóðarhafa. Erindinu var vísað til umsagnar hafnarstjóra vegna fyrirhugaðar starfsemi. Umsögn hafnarstjóra liggur nú fyrir.
Tekið er jákvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 06.05.2025.
Óseyrarbraut 26b, umsögn skipulags.pdf
7. 2504737 - Birkihlíð 6, bílskúr, fyrirspurn
Hilmar Hafsteinn Dagbjartsson leggur 28.04.2025 inn fyrirspurn um að fá að byggja tvöfaldan bílskúr á lóðinni.
Tekið er jákvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 05.05.2025.
Birkihlíð 6, umsögn skipulags.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta