Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 450

Haldinn Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð),
21.08.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Viktor Ragnar Þorvaldsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2308876 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2024 og 2025-2027
Kynnt staða rekstrar fyrstu 5 mánuði ársins.
Lagt fram.
2. 2309554 - Áshamar 9, leikskóli
Lögð fram niðurstaða vegna útboðs á lóð.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að samið verði við Gröfu og grjót ehf.
23138-Áshamar-2024-07-10-Opnun tilboða_rev.1.pdf
Ishmael David verkefnastóri mætir til fundarins undir þriðja dagskrárlið.
3. 2407480 - Djúpgámar, útboða á sorphirðu
Óskað er eftir heimild til að bjóða út losun á djúpgámum í íbúðahverfum.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að losun á djúpgámum verði boðið út til þriggja ára.
Halldór Ingólfsson verkefnastjóri mætir til fundarins undir fjórða dagskrárlið.
4. 2104588 - Gangstéttir, endurnýjun
Farið yfir viðhald og nýframkvæmdir á gangstéttum, stígum og götum bæjarins 2024.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og fagnar hve vel hefur gengið.
5. 2405587 - Álfaberg erindi vegna útisvæða leikskólans
Lagt fram erindi foreldrafélags leikskólans Álfabergs sem fræðsluráð vísaði til umhverfis- og framkvæmdasviðs þann 29. maí 2024.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir uppfærðri kostnaðaráætlun og vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
Ishmael David verkefnastóri mætir til fundarins undir sjötta dagskrárlið.
6. 2405090 - Seltún, bílastæðagjald
Lögð fram bókun bæjarráðs frá fundi 12.8.sl. þar sem bæjarráð samþykkir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram.
7. 2209799 - Frisbegolfvöll í uppland Hafnarfjarðar
Lögð fram samantekt athugasemda.
Í ljósi athugasemda frá íbúum fellst umhverfis- og framkvæmdaráð ekki á framlagða tillögu um frisbegolfvöll í Áslandi og leggur til að aðrir staðir í bæjarlandinu verði skoðaðir í endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar sem nú stendur yfir.
Framkomnar athugasemdir vegna frisbígolfvallar í Áslandi.pdf
Ishmael David verkefnastóri mætir til fundarins undir áttunda dagskrárlið.
8. 1801603 - Grenndargámakerfi
Lagðir fram undirskriftarlistar sem bárust vegna mótmæla við staðsetningu á grenndargámakerfi í Áslandi 3.
Umhverfis- og framkvæmdaráð móttekur undirskriftarlista og óskar eftir að fulltrúi Sorpu mæti til næsta fundar.
Undirskriftalisti_1.pdf
Undirskriftalisti_2.pdf
9. 1407049 - Fegrunarnefnd - Snyrtileikinn
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur íbúa til að senda inn tilnefningar fyrir 1. september um fallega garða, falleg og snyrtileg hús, fallegar nýbyggingar eða götumyndir sem og atvinnuhúsalóðir sem þykja til fyrirmyndar. Í ár er opið fyrir víðtækari tilnefningar því fegurðin leynist sannarlega víða; bæði í umhverfinu og ekki síst í fólkinu sjálfu og framtaki þess til umhverfismála. Gaman væri að fá inn fjölbreyttar tillögur sem taka á framlagi fólks og fyrirtækja og er til þess fallið að vera öðrum til hvatningar. Margt smátt gerir eitt stórt.
https://hafnarfjordur.is/snyrtileikinn-2024-vidurkenning-fyrir-framlag-til-fegrunar/
10. 2408342 - Straumsvíkurhöfn stækkun, umhverfismat
Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar um umhverfismatsskýrslur framkvæmda.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
Til umsagnaraðila vegna umhverfismatsskýrslu.pdf
Slóð á gögn í skipulagsgátt.pdf
11. 2211292 - Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga
Lögð fram skýrsla um innleiðingu loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisns.
Lagt fram og óskað er eftir að tillögurnar verði kynntar á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Tillögur að aðgerðum_loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins_Maí 2024.pdf
Kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins 2022_Maí2024.pdf
Fylgibréf vegna bókunar frá 579. fundi stjórnar SSH.pdf
12. 1104099 - Beitarhólf í landi Hafnarfjarðar
Tekið til umræðu beitarhólf í upplandi bæjarins og landgræðsla.
Tekið til umræðu.
Fundargerðir
13. 1204331 - Reykjanesfólkvangur, fundargerðir
Lögð fram fundargerð frá 26. júní.
Reykjanesfólkvangur - Fundargerð 26. júní 2024.pdf
14. 2401144 - Sorpa bs., fundargerðir 2024
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. nr. 498, 499 og 500.
Fundargerð 498. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fundargerð 499. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fundargerð 500. fundar stjórnar SORPU.pdf
15. 2401145 - Strætó bs, fundargerðir 2024
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. nr. 395 frá 21. júní sl.
https://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir-fjarhagur-utgefidefni/fundargerd-nr-395
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta