Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 554

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
30.04.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
María Jonný Sæmundsdóttir varaformaður,
Hilmar Ingimundarson aðalmaður,
Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður,
Gauti Skúlason aðalmaður,
Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi,
Geir Bjarnason starfsmaður, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir starfsmaður, Margrét Össurardóttir fulltrúi grunnskólakennara, Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Harpa Kolbeinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Margrét Halldórsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Guðrún Mjöll Róbertsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla, Margrét T. L. Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna, Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólabarna.
Fundargerð ritaði: Geir Bjarnason, Íþrótta- og tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn erindi
2. 2502163 - Skóladagatal 2025-2026 leikskólar
Skóladagatöl leikskóla lögð fram
Samþykkt
4. 2401667 - Skóladagatal 2025-2026 grunnskólar
Lögð frá skóladagatöl grunnskóla Hafnarfjarðar fyrir skólaárið 2025-2026 ásamt umsögnum skólaráða skólanna til staðfestingar af fræðsluráði.
Samþykkt
5. 2503279 - Þjónustusamningur um rekstur Barnaskóla Hjallastefnunnar 2022
Erindi tekið til afgreiðslu.
Tillaga um að stækka samning um 7 börn eða upp í 97 börn í heildinni.

Samþykkt af hálfu fræðsluráðs og vísað til viðaukagerðar.
7. 2503880 - Kletturinn, sértækt frístundastarf
Tillaga um skipulagða frístundastarfið í Klettinum lagt fram til samþykktar.
Samþykkt.

Bókun frá fulltrúa kennara:

Fulltrúi grunnskólakennara undrar sig á að talað sé um kvöldopnanir Vinaskjóls séu 2 sinnum í viku og 1 sinni í viku í Klettinum. Fulltrúi grunnskólakennara er sjálf foreldri ungmennis í Vinaskjóli sem verið hefur skjólstæðingur þess s.l. 4 ár. Aldrei hefur borist auglýsing heim þess efnis að það væru kvöldopnanir, þess vegna spyr fulltrúi grunnskólakennara:
1. Hvað hafa mörg ungmenni sótt þessar kvöldopnanir þetta skólaár 24-25?
2. Hvar eru þessar kvöldopnanir auglýstar?
3. Hversu margar klst. hafa verið greiddar fyrir þessar kvöldopnanir þennan veturinn?
4. Hvaða dagskrá hefur verið þennan veturinn á þessum kvöldopnunum?
8. 2501360 - Rekstrar og þjónustusamningar íþróttafélaga
Erindisbréf faghóps um rekstrar- og þjónustusamninga lagt fram til samþykktar með tillögu um aukna aðkomu íþrótta- og tómstundnefndar að vinnunni við gerð nýrra samninga.
Tillagan að erindisbréfi rekstrar- og þjónustusamninga samþykkt.
9. 2403380 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2025 og 2026-2028
Viðauki lagður fram vegna flutnings Kletts og Vinaskjóls á milli sviða.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs til afgreiðslu.
10. 2504750 - Ungmennaráð, tillögur 2025 - hjúkrunarfræðingar í grunnskólum
Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að hjúkrunarfræðingar séu til staðar alla daga í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Fræðsluráðs felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að taka saman hlutverk hjúkrunarfræðings og viðveru hans í grunnskólum Hafnarfjarðar.

11. 2504751 - Ungmennaráð, tillögur 2025 - samráð við ungmenni í Hafnarfirði
Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að haft verði meira samráð við ungmenni þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á börn.
Sviðstjóra er falið að kynna öðrum ráðum og sviðstjórum bókun fræðsluráðs.
12. 2504752 - Ungmennaráð, tillögur 2025 - opnunartími sundlauga lengdur um helgar
Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að opnunartími sundlauga bæjarins verði lengdur um helgar.
Vísað til fjárhagsáætlunar 2026.
13. 2504753 - Ungmennaráð, tillögur 2025 - greiðsla fyrir fundarsetu í ungmennaráði
Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að fulltrúar Ungmennaráðs fái greitt fyrir fundarsetu í ráðum og nefndum.
Fræðsluráð vísar tillögu um að greitt verði fyrir fundarsetu í ungmennaráði frá og með september 2025 í allt að 8 mánuði á ári, 2 nemendur frá hverjum grunn- og framhaldsskóla til umfjöllunar í ungmennaráði
14. 2504754 - Ungmennaráð, tillögur 2025 - fundarseta ungmennaráðs í fræðsluráði
Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að Ungmennaráð fái fulltrúa í fræðsluráði.
Fræðsluráð samþykkir að fulltrúi ungmennaráðs fái setu í fræðsluráði sem áheyrnarfulltrúi frá og með september 2025. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna að útfærslu í erindisbréfi sem nú þegar er í vinnslu og verður lagt fyrir aftur á fundi fræðsluráðs. Ásamt því að erindisbréfi fræðsluráðs verði endurskoðað.
15. 2504755 - Ungmennaráð, tillögur 2025 - opnunartími bókasafna í grunnskólum Hafnarfjarðar
Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að opnunartímar í bókasöfnum grunnskólanna verði lengdir og söfnin verði gerð aðgengilegri nemendum.
Fræðsluráð hvetur stjórnendur grunnskóla til að ræða opnunartíma bókasafna skólanna og þjónustu þeirra á fundi skólaráða. Þróunarfulltrúa falið að kynna tillögu ungmennaráðs fyrir skólastjórnendum og bókun fræðsluráðs.
16. 2504756 - Ungmennaráð, tillögur 2025 - hinsegin ungmenni
Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að Hafnarfjarðarbær ráðist í aðgerðir í þágu hinsegin ungmenna.
Fræðsluráð hvetur grunnskóla Hafnarfjarðar til að auka úrval bóka sem henta sérstaklega fyrir hinsegin ungmenni á skólabókasöfnum grunnskólanna.
17. 2504757 - Ungmennaráð, tillögur 2025 - leiklista- og sönglistaval
Ungmennaráð Hafnarfjarðar leggur til að aðgengi að leiklista- og sönglistavali sé aukið í öllum grunnskólum bæjarins.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að láta skoða möguleika á miðlægu leik- og söngleikjavali og möguleikum á að setja upp miðlægt námskeið í ákveðnum grunnskóla eða nýsköpunar- og tæknisetri eða öðrum stöðum. Mikilvægt er að aðgengi að leiklistavali sé fyrir öll grunnskólabörn til að efla enn frekar sköpun ungs fólks.
Grunnskólamál
6. 2504730 - Nemendafjöldi Hvaleyrarskóla
Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að fá gögn um nemendafjölda Hvaleyrarskóla í dag. Hvernig nýtingin er í skólanum og hver er hámarks fjöldi nemenda skólans?

Einnig óskar fulltrúa Viðreisnar að lögð verði fram áætlun eða kortlagning á fjölda barna á leik og grunnskólaaldri í þessu skólahverfi, miðað við þær byggingar og þá þéttingu sem er í kortunum næstu fimm ár.
Leikskólamál
3. 2504828 - Hörðuvellir 90 ára
Lagt fram erindi leikskólans Hörðuvöllum.
Erindi Hörðuvallaleikskóla lagt fram. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilssusviðs falið að vinna að erindi í samstarfi við mynjavörð.
Leik- og grunnskólamál
1. 2209167 - Hamranesskóli
Fundargerðir starfshóps um Hamranesskóla lagðar fram. Starfshópurinn hefur lokið störfum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta