Til bakaPrenta
Fjölskylduráð - 515

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
20.08.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Margrét Vala Marteinsdóttir formaður,
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður,
Helga Ingólfsdóttir varaformaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Erna Aradóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2407132 - Samstarfssamningur milli Beanfee og Hafnarfjarðarbæjar
Lagður fram viðauki vegna samstarfssamnings milli Beanfee og Hafnarfjarðarbæjar.
Eiríkur K Þorvarðsson deildarstjóri mætir til fundar undir þessum lið.
Frestað.
2. 1903304 - Sérstakur húsnæðisstuðningur
Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lagðar fram til kynningar.
Soffía Ólafsdóttir deildarstjóri og Áslaug Kristjana Árnadóttir verkefnastjóri félagslegra húsnæðismála mæta til fundar undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir að hækka skilyrði til samanlagðs húsnæðisstuðning úr 90.200 kr í 100.000 kr. Breytingarnar taki gildi frá og með 1. júlí 2024.


Fjölskylduráð samþykkir uppfærslu á reglum Hafnarfjarðarkaupsstaðar um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við breytingar á lögum og samþykkt ráðsins um breytingar á samanlögðum húsnæðisstuðningi.
3. 2203671 - Hljóma músíkmeðferð, erindi
Sviðsstjóri leggur fram minnisblað. Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir deildarstjóri mætir til fundar undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir að framlengja samningi við Hljómu til 31.12.2024. Málið verður tekið upp aftur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 þar sem skoðuð verður beiðni frá Hljómu músíkmeðferð um gerð langtímasamnings.

Fjölskylduráð felur fjölskyldu-og barnamálasviði að skoða með hvaða hætti mætti gera samning til lengri tíma.
4. 2404013 - Janus heilsuefling - samningur
Samningur Hafnarfjarðarbæjar við Janus heilsueflingu lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Samningur við Janus - undirritað eintak 13.6.2024.pdf
5. 2408284 - Sundleikfimi fyrir fólk 67 ára og eldri
Sviðsstjóri leggur fram minnisblað vegna samkomulags Hafnarfjaðarbæjar og Ásmegins um sundleikfimi fyrir eldra fólk 67 ára og eldri.
Lagt fram.

Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að taka saman samantekt um þá hreyfingu sem stendur eldra fólki til boða í Hafnarfirði og jafnframt hvaða fyrirtæki og félagasamtök hafa fengið styrkveitingar frá Hafnarfirði á árinu 2024 vegna þjónustu á hreyfingu fyrir eldra fólk.
6. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Á fundi bæjarstjórnar þ. 19.júní sl.var eftirfarandi tekið fyrir:

2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar

Kosið í ráð og nefndir til eins árs. Kosið til 1 árs:

Eftirfarandi kosning samþykkt samhljóða:
Fjölskylduráð :
Formaður Margrét Vala Marteinsdóttir, Selvogsgata 22 (B)
Varaformaður Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26 (D)
Aðalfulltrúi Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, Miðvangi 10 (B)
Aðalfulltrúi Árni Rúnar Þorvaldsson, Stekkjarhvammi 5 (S)
Aðalfulltrúi Auður Brynjólfsdóttir, Dvergholti 23 (S)
Áheyrnarfulltrúi Árni Stefán Guðjónsson, Öldutúni 10 (C)

Varafulltrúi Alexander Árnason, Birkihlíð 2a (B)
Varafulltrúi Elsa Dóra Grétarsdóttir, Herjólfsgötu 32 (D)
Varafulltrúi Selma Hafsteinsdóttir, Breiðvangi 40 (B)
Varafulltrúi Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, Kirkjuvegi 11b (S)
Varafulltrúi Snædís Helma Harðardóttir, Arnarhrauni 8 (S)
Varaáheyrnarfulltrúi Sigrún Jónsdóttir, Norðurbakka 9a (C)
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05 

Til bakaPrenta