| |
1. 2504079 - Beiðni um úthlutun lóðar og viðræður um fjármögnun og rekstur skautahallar í Hafnarfjarðarbæ | Á fundi bæjarráðs þ. 3.apríl sl. var eftirfarandi tekið fyrir:
2504079 - Beiðni um úthlutun lóðar og viðræður um fjármögnun og rekstur skautahallar í Hafnarfjarðarbæ.
Lagt fram erindi frá Skautafélagi Hafnarfjarðar.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá starfshóp um uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Hamranesi og íþrótta- og tómstundanefndar. | Lagt fram til kynningar. | | |
|
2. 2504355 - Netnámskeið Barnahúss um einkenni kynferðisofbeldis og viðbrögð | Samkvæmt þingsályktun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 er starfsfólk íþróttafélaga skyldugt til að taka netnámskeið Barnahúss um einkenni kynferðisofbeldis og viðbrögð. | Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur íþróttafélög til að láta starfsmenn sína taka þátt. | | |
|
3. 2504361 - Samningur Rio Tinto, ÍBH og Hafnarfjarðarbæjar, endurnýjun 2025-2027 | Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í samninginn og vísar til fræðsluráðs til samþykktar. | | |
|
4. 2504365 - Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, ósk um samstarf | Lagt fram til kynningar erindi frá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Óskað er eftir aðkomu bæjarins við stækkun brautar og athafnasvæði AÍH við Krísuvíkurveg. Sú aðgerð mun stórbæta aðstöðu félagsins til barna- og unglingastarfs og efla til muna núverandi starf. | | |
|
5. 2504368 - Kynning á framboði á íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði | Lagt fram til kynningar. | | |
|
6. 2504436 - ÍSÍ, skattamál íþróttahreyfingarinnar | Lagt fram til kynningar bréf frá ÍSÍ vegna skattamála. | | |
|
7. 2504729 - Hestamannafélagið Sörli - erindi vegna Íslandsmóta | Hestamannafélagið Sörli mun halda Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum helgina 20.-22. júní og Íslandsmót áhugamanna 20.-22. júlí.
Félagið óskar eftir aðkomu Hafnarfjarðarbæjar í formi starfskrafta úr Vinnuskóla við fegrun svæðis frá vori fram að Íslandsmóti og að ráðinn verði sérstakur starfsmaður til að sjá um framkvæmdastjórn og markaðsmál vegna Íslandsmóts barna- og unglinga. | Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita í eitt skipti einn starfsmann úr Vinnuskólanum. | | |
|
8. 2504734 - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, 54. þing ÍBH - þingboð | Þingboð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar lagt fram.
| | |
|
9. 2502688 - Þjóðhátíðardagur 2025, 17. júní | Drög að dagskrá lögð fram til kynningar. | | |
|
10. 2504162 - ÍBH, tímaúthlutun sumar 2025 | Lagt fram til samþykktar tímaúthlutun til ÍBH fyrir sumarið 2025 og vetrarúthlutun 2025-2026. | Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir með fyrirvara um breytingar á úthlutuðum tímum í íþróttahúsi Lækjarskóla, Skarðshlíðarskóla og Hraunvallaskóla. Unnið verður áfram í samvinnu við ÍBH um úthlutun á 2 tímum fyrir Rimmugýg. | | |
|
| |
11. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð | Nýjustu fundargerðir lagðar fram til kynningar. | Erindi frestað. | | |
|