Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 408

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
06.05.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Erlingur Örn Árnason aðalmaður,
Árni Þór Finnsson varamaður,
Tinna Dahl Christiansen starfsmaður, Geir Bjarnason starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Tinna Dahl Christiansen, rekstrarstjóri
Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH og Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2504079 - Beiðni um úthlutun lóðar og viðræður um fjármögnun og rekstur skautahallar í Hafnarfjarðarbæ
Á fundi bæjarráðs þ. 3.apríl sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

2504079 - Beiðni um úthlutun lóðar og viðræður um fjármögnun og rekstur skautahallar í Hafnarfjarðarbæ.

Lagt fram erindi frá Skautafélagi Hafnarfjarðar.

Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá starfshóp um uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Hamranesi og íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
2. 2504355 - Netnámskeið Barnahúss um einkenni kynferðisofbeldis og viðbrögð
Samkvæmt þingsályktun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 er starfsfólk íþróttafélaga skyldugt til að taka netnámskeið Barnahúss um einkenni kynferðisofbeldis og viðbrögð.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur íþróttafélög til að láta starfsmenn sína taka þátt.
3. 2504361 - Samningur Rio Tinto, ÍBH og Hafnarfjarðarbæjar, endurnýjun 2025-2027
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í samninginn og vísar til fræðsluráðs til samþykktar.
4. 2504365 - Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, ósk um samstarf
Lagt fram til kynningar erindi frá Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Óskað er eftir aðkomu bæjarins við stækkun brautar og athafnasvæði AÍH við Krísuvíkurveg. Sú aðgerð mun stórbæta aðstöðu félagsins til barna- og unglingastarfs og efla til muna núverandi starf.
5. 2504368 - Kynning á framboði á íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði
Lagt fram til kynningar.
6. 2504436 - ÍSÍ, skattamál íþróttahreyfingarinnar
Lagt fram til kynningar bréf frá ÍSÍ vegna skattamála.
7. 2504729 - Hestamannafélagið Sörli - erindi vegna Íslandsmóta
Hestamannafélagið Sörli mun halda Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum helgina 20.-22. júní og Íslandsmót áhugamanna 20.-22. júlí.

Félagið óskar eftir aðkomu Hafnarfjarðarbæjar í formi starfskrafta úr Vinnuskóla við fegrun svæðis frá vori fram að Íslandsmóti og að ráðinn verði sérstakur starfsmaður til að sjá um framkvæmdastjórn og markaðsmál vegna Íslandsmóts barna- og unglinga.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita í eitt skipti einn starfsmann úr Vinnuskólanum.
8. 2504734 - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, 54. þing ÍBH - þingboð
Þingboð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar lagt fram.

9. 2502688 - Þjóðhátíðardagur 2025, 17. júní
Drög að dagskrá lögð fram til kynningar.
10. 2504162 - ÍBH, tímaúthlutun sumar 2025
Lagt fram til samþykktar tímaúthlutun til ÍBH fyrir sumarið 2025 og vetrarúthlutun 2025-2026.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir með fyrirvara um breytingar á úthlutuðum tímum í íþróttahúsi Lækjarskóla, Skarðshlíðarskóla og Hraunvallaskóla. Unnið verður áfram í samvinnu við ÍBH um úthlutun á 2 tímum fyrir Rimmugýg.
Fundargerðir
11. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Nýjustu fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Erindi frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta