Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 30

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
21.08.2024 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2408141 - Víkurgata 11b, reyndarteikningar
Ívar Hauksson f.h. lóðarhafa leggur 08.08.2024 inn reyndarteikningar fyrir lokaúttekt.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2312131 - Álhella 5, MHL.03, byggingarleyfi
Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa sækir 05.12.2023 um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða hús í MHL.03.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2407157 - Álhella 5, MHL.02, breyting
Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa sækir 05.07.2024 um breytingar á MHL.02. Nýtingarhlutfall er lækkað úr 0,33 með því að ýmis minnka eða fjarlægja geymsluloft á völdum rýmum, ýmiskonar breytingar á innra skipulagi.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2408191 - Drangahraun 7, breyting
Ágúst Þórðarson f.h. lóðarhafa sækir 12.08.2024 um að breyta fyrirkomulagi þannig að skrifstofa verði á neðri hæð og geymslur á efri hæð.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2404412 - Gjótuhraun 3, nýbygging og breyting
Páll Poulsen f.h. lóðarhafa sækir 10.04.2024 um leyfi til að byggja nýbyggingu á milli tveggja núverandi bygginga og tengir þær saman.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 2407408 - Borgahella 29, breyting
Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir 25.07.2024 um smávægilegar breytingar á áður samþykktum aðaluppdráttum.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
E-hluti frestað
7. 2408026 - Austurgata 38, breyting
Kári Eiríksson f.h. lóðarhafa sækir 06.08.2024 um leyfi fyrir eftirfarandi breytingar: kvistir eru settir á mænisþak, gluggum er breytt á framhlið, ný forstofa byggð, glugga breytt í svalahurð og nýr pallur byggður sem tengir stofu við garð.
Frestað, gögn ófullnægjandi.
8. 2408119 - Suðurgata 44, byggingarleyfi
Gunnar Páll Kristinsson f.h. lóðarhafa sækir 07.08.2024 um byggingarleyfi fyrir 3. hæða fjölbýlishús með bíla- og geymslukjallara.
Frestað, gögn ófullnægjandi.
9. 2408027 - Álhella 22-24, MHL.03, breyting
Eggert Guðmundsson f.h. lóðarhafa sækir 06.08.2024 um sameiningu nokkurra rýma í MHL.03.
Frestað, gögn ófullnægjandi.
10. 2408198 - Fagrakinn 11, endurnýjun á byggingarleyfi
Sigurður Finnsson óskar 13.08.2024 eftir endurýjun á byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki. Breytingin var samþykkt 14.05.2008.
Frestað, gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
11. 2408400 - Grænavatn, kvikmyndataka
Arnaldur Halldórsson f.h. Netop Films ehf sækir 20.08.2024 um leyfi fyrir kvikmyndatöku við Grænavatn á Reykjanesi þann 12.09.2024 frá kl. 13:00 til 20:00.
Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar.
Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta