Til bakaPrenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 434

Haldinn í Langeyri, Strandgötu 6,
26.08.2024 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Alexander Árnason varamaður,
Sigurjón Ólafsson starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Kosið í ráð og nefndir til eins árs. Kosið til 1 árs:
Menningar- og ferðamálanefnd:
3 aðalmenn, 3 varamenn

Eftirfarandi kosning samþykkt samhljóða:

Menningar- og ferðamálanefnd:
Aðalfulltrúi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Hraunbrún 48 (D)
Aðalfulltrúi Jón Atli Magnússon, Norðurvangi 6 (B)
Aðalfulltrúi Sigurður Þ. Ragnarsson, Eskivöllum 5 (S)

Varafulltrúi Hugi Halldórsson, Klukkubergi 6 (D)
Varafulltrúi Alexander Árnason, Háholti 10 (B)
Varafulltrúi Sigrid Foss, Arnarhrauni 40 (S)
2. 2406483 - Ferðamenn í Hafnarfirði, tölfræði
Farið yfir mælaborð ferðaþjónustunnar og talningar á fjölförnum stöðum.
Verkefnastjóra falið að taka saman tölfræði um fjölda ferðamanna á fjölförnum stöðum í Hafnarfirði eins og við Helgafell, Seltún og Leiðarenda.
3. 2408280 - Jólaþorpið 2024
Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins 2024.
Menningar- og ferðamálanefnd felur verkefnastjóra að hefja undirbúning og auglýsa opnun umsókna að söluhúsum í Jólaþorpinu. Opnunarhelgi Jólaþorpsins verður 15. - 17. nóvember 2024.
4. 2408283 - Hamingjudagar í Hafnarfirði, 2024
Heilsubærinn Hafnarfjörður stendur fyrir Hamingjudögum í Hafnarfirði allan septembermánuð.
Verkefnastjóri kynnti dagskrá Hamingjudaga.
5. 2311668 - Menningarstyrkir 2024
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um menningarstyrki í seinni úthlutun ársins 2024.
Menningar- og ferðamálanefnd vekur athygli á að umsóknarfrestur í síðari úthlutun menningarstyrkja er til og með 5. september n.k.
6. 2408436 - Hátíð í Hellisgerði
Hátíð í Hellisgerði var haldinn sunnudaginn 25. ágúst s.l. Farið var yfir framkvæmd hátíðarinnar.
Menningar- og ferðamálanefnd lýsir ánægju sinni yfir fjölmennri og glæsilegri Hátíð í Hellisgerði þar sem öll gátu fundið eitthvað við sitt hæfi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta