Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3663

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
22.08.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður,
Kristinn Andersen aðalmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður
Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Siigurður Nordal sviðsstjóri stjórnssýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2005180 - Samgöngusáttmáli
Lagt fram.
Samfylkinging leggur fram svohljóðandi bókun:

Fyrirliggjandi uppfærður samöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðisins er mikilvægt tæki til að skipuleggja og ráðast í löngu tímabærar vegabætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Uppfærsla samningsins hefur tekið of langan tíma. Einnig hafa framkvæmdir frá upphaflegri undirritun samningsins frá 2019 gengið hægar en til stóð. Í þessum uppfærða samningi eru tímafrestir lengdir til ársins 2040. Það eru vonbrigði fyrir Hafnfirðinga að brýnar vegabætur á Reykjanesbraut frá hringtorgi við Lækjargötu að Kaplakrika og svo áfram að Engidal eru færðar aftur í tíma og munu eiginlegar framkvæmdir ekki hefjast fyrr en 2030 og ekki ljúka fyrr en árið 2033, eða síðar. Alveg er ljóst að grípa þarf til bráðabirgðalausna fyrir þann tíma, þannig að létt sé á þeirri umferðarstíflu sem þar er til staðar. Einnig er umhugsunarvert að ekki er litið til langtímalausna í samningnum er varðar Ofanbyggðaveg ofan Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs. Almennt er þó samningurinn til mikilla bóta fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, en mikilvægt er að honum verði fylgt.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fagna því að loksins sé komin áætlun um framtíðaruppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu sem setið hefur eftir alltof lengi. Hér fara tugþúsundir ökutækja um göturnar á degi hverjum og löngu ljóst að bregðast þarf við af alvöru til að tryggja greiðari samgöngur og auka öryggi. Ánægjulegt er að nú sjáum við Hafnfirðingar fram á að kraftur verður settur í að leysa helstu umferðarhnútana í bænum á Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika/Álftanesvegi. Í uppfærslu samgöngusáttmálans hefur fjármagn til verkefnisins aukist umtalsvert. Strax á næsta ári verður fjármagn sett í hönnun og undirbúning þessa mikilvæga verkefnis og framkvæmdir hefjast árið 2028.
1. Viðauki við Samgöngusáttmálann ásamt framkvæmda- og fjárstreymisáætlun.pdf
2. Samkomulag um rekstur almenningssamgangna, stjórnskipulag og veghald.pdf
3. Yfirlýsing með viðauka um uppfærslu Samgöngusáttmála.pdf
4. Glærur frá kynningarfundi 20.08.24.pdf
2. 2407481 - Sorpa, ESA mál
Tekjuskattsundanþága byggðasamlaga - breytt rekstrarform efnahagslegrar starfsemi.
Bæjarráð samþykkir að efnahagsleg starfsemi Sorpu bs. verði færð í félag, eða eftir atvikum félög, með takmarkaðri ábyrgð. Efnahagsleg starfsemi í þessu tilliti tekur til reksturs móttöku- og flokkunarstöðvar í Gufunesi, gas- og jarðgerðarstöðvar á Álfsnesi og urðunarstað á Álfsnesi. Tillögur um nánari útfærslur þessa munu liggja fyrir í upphafi árs 2025. Framangreind samþykkt bindur ekki hendur eigenda við frekari stefnumótun, þ. á m. varðandi breytingar á rekstrarformi Sorpu bs., kjósi þeir svo. Vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fylgibréf breytt rekstrarform efnahagslegrar starfsemi SORPU -HFJ.pdf
3. 1903304 - Sérstakur húsnæðisstuðningur
2.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 20.ágúst sl.
Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lagðar fram til kynningar.
Soffía Ólafsdóttir deildarstjóri og Áslaug Kristjana Árnadóttir verkefnastjóri félagslegra húsnæðismála mæta til fundar undir þessum lið.

Fjölskylduráð samþykkir að hækka skilyrði til samanlagðs húsnæðisstuðning úr 90.200 kr í 100.000 kr. Breytingarnar taki gildi frá og með 1. júlí 2024.


Fjölskylduráð samþykkir uppfærslu á reglum Hafnarfjarðarkaupsstaðar um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við breytingar á lögum og samþykkt ráðsins um breytingar á samanlögðum húsnæðisstuðningi.
Bæjarráð samþykkir að hækka skilyrði til samanlagðs húsnæðisstuðnings úr 90.200 kr. í 100.000 kr. Breytingarnar taka gildi frá og með 1. júlí 2024.
Vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.
Reglur - sérstakur húsnæðisstuðningur - greinargerð20.8.2024.pdf
Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning - Samþ. 20.8.2024.pdf
MINNISBLAÐ - 20.8.2024.pdf
4. 2408295 - Aukið rekstrarframlag, hækkun kostnaðar við aðkeyptan akstur
Lagt fram erindi frá Strætó bs. um aukið rekstrarframlag vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur.
Í erindinu kemur fram að fyrir hefði legið við kostnaðaráætlun útboðs um aðkeyptan akstur, að tilboðsverð yrðu hærri en fjárhagsáætlun 2024 gerði ráð fyrir. Á eigendafundi Strætó 3. apríl 2024, var því beint til stjórnar strætó að óska eftir því við aðildarsveitarfélög að gerður yrði viðauki við fjárhagsáætlun þeirra, til að fjármagna þann mismun sem fyrirséður er á samþykktri fjárhagsáætlun vegna aðkeypts akstur og endanlegri niðurstöðu samkvæmt útboði.
Kostnaður umfram áður samþykkta fjárhagsáætlun er áætlaður 188.000.000 kr. Hlutfall framlags Hafnarfjarðar, er 10%, eða kr. 18.258.374.
Bæjarráð samþykkir aukið rekstrarframlag og vísar til viðaukagerðar fyrir árið 2024.
Erindi til aðildarsveitarfelaga Strætó vegna aukaframlags 08082024.pdf
5. 2407262 - Axlarás 21, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Elvu Drafnar Sigurðardóttur og Baldurs Gunnlaugssonar um lóðina nr. 21 við Axlarás. Til vara er sótt um lóðina nr. 19 við Axlarás.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð nr. 21 við Axlarás til Elvu Drafnar Sigurðardóttur og Baldurs Gunnlaugssonar.
Vísað í bæjarstjórn til staðfestingar.
6. 2211292 - Aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga
Lagðar fram til kynningar skýrslur um innleiðing á loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins og útreikningar á losun.
Lagt fram.
Fylgibréf vegna bókunar frá 579. fundi stjórnar SSH.pdf
Tillögur að aðgerðum_loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins_Maí 2024.pdf
Kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins 2022_Maí2024.pdf
7. 2401515 - Baoding, vinabær
Lagt fram boðsbréf.
Baoding, vinabær Hafnarfjarðar, býður fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar til hátíðar í lok september. Bæjarráð þakkar fyrir gott boð. Boðið er afþakkað að þessu sinni.
8. 2408192 - Carbfix, tillaga um íbúakosningu um breytingar á aðalskipulagi
2.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.ágúst sl.

Lögð fram tillaga Viðreisnar um að fram fari íbúakosning um breytingar á aðalskipulagi er varðar leyfi fyrir borteigum vegna niðurdælingar á CO2 á vegum fyrirtækisins Carbfix.

Jón Ingi Hákonarson tekur til máls. Einnig Valdimar Víðisson sem leggur jafnframt til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs. Jón Ingi kemur til andsvars. Valdimar svarar andsvari. Jón Ingi kemur til andsvars öðru sinni. Þá tekur Rósa Guðbjartsdóttir. Einnig Árni Rúnar Þorvaldsson. Rósa kemur þá til andsvars sem Árni Rúnar svarar. Jón Ingi tekur þá til máls öðru sinni. Valdimar kemur til andsvars sem Jón Ingi svarar. Margrét Vala Marteinsdóttir tekur til máls. Jón Ingi kemur til andsvars. Næst tekur Kristín Thoroddsen til máls.

Forseti ber næst upp tillögu um að vísa tillögu Viðreisnar til bæjarráðs.
Er tillagan samþykkt þar sem 10 fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Samfylkingar greiða atkvæði með tillögunni. Fulltrúi Viðreisnar greiðir atkvæði á móti.

Valdimar Víðisson kemur að svohljóðandi bókun: Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks koma að svohljóðandi bókun: Álit Skipulagsstofnunnar á umhverfismati vegna Carbfix verkefnisins á að liggja fyrir í síðasta lagi 26. ágúst nk. Eftir það munu bæjaryfirvöld meta framhald verkefnisins og þá skýrist hvort þörf sé á að halda íbúakosningu. Tillögunni er því vísað í bæjarráð til frekari úrvinnslu. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur að svohljóðandi bókun: Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingarinnar samþykkja að þessari tillögu verði vísað til frekari skoðunar og vinnslu í bæjarráði. Í vinnslu þessa verkefnis hafa ýmsar spurningar vaknað og eðlilegar áhyggjur bæjarbúa vegna þess komið fram. Mikilvægt er að haldið verði áfram að upplýsa um alla þætti málsins. Íbúakosningu verður að undirbúa mjög vel þannig að upplýsingar séu eins og best verður á kosið og valkostirnir skýrir. Þess vegna teljum við rétt á þessum tímapunkti að vísa tillögunni til bæjarráðs svo hægt sé að rýna hana betur þannig að ef til íbúakosningar kemur þá sé hún eins vel undirbúin og ígrunduð og kostur er. Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun: Fulltrúi Viðreisnar harmar ákvörðun bæjarstjórnar. Það er mikilvægt að gefa til kynna með skýrum hætti hvernig bæjarstjórn ætli sér að haga ákvarðanaferlinu í málinu. Það er skynsamlegt að gefa úr skýr svör. Þetta svar eykur á óvissuna. Það er slæmt
Til umræðu.
9. 2408394 - Lóðasamningar, byggingarstaða lóðarhafa í bænum
Tekið til umræðu að beiðni fulltrúa Samfylkingarinnar.

Samfylkingin óskar er eftir yfirliti frá framkvæmdasviði varðandi stöðu framkvæmda við íbúðarlóðir í samræmi við úthlutunarskilmála. Tilefni: Yfirlýst frestun lóðarhafa vegna upphafsframkvæmda við Hraun vestur, Gjótur.
10. 2312020 - Óttarsstaðir, skipulag
Tekið til umræðu að beiðni fulltrúa Samfylkingarinnar.
Samfylkingin leggur fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að fela bæjarstjóra að leita samninga við eigendur Óttarstaða hið allra fyrsta. Bæjarstjóri geri bæjarráði grein fyrir framvindu málsins í október næstkomandi.

Greinargerð: Fyrir liggur mikkilvægi þess til framtíðar að Hafnarfjarðarbær eignist lóðir og lendur á svokölluðu Óttarstaðasvæði til frekari uppbyggingar íbúðar- og iðnaðar á svæðinu. Landið er í eigu allnokkurra aðila, sem hafa lýst yfir vilja sínum til viðræðna um uppkaup bæjarins. Einhver samtöl millum aðila hafa átt sér stað. Mikilvægt er að ganga til þessara verka nú þegar með skipulegum og markvissum hætti. Til greina kemur að starfshópur verði skipaður í verkefnið, en fyrst í stað er bæjarstjóra og öðrum embættismönnum falið að vinna frumvinnuna og gera kjörnum fulltrúum grein fyrir afrakstrinum strax á haustdögum, eða í október næstkomandi.

Tillagan er felld þar sem tveir fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði með tillögunni en þrír fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks greiða atkvæði gegn tillögunni.

Bókun meirihluta:

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar telur ótímabært að hefja slíkt samtal vegna núverandi óvissu um svæðið, meðal annars á meðan vinna við áhættumat vegna mögulegs hraunflæðis stendur yfir.


11. 2001560 - Húsnæði stjórnsýslunnar
Tekið til umræðu að beiðni fulltrúa Samfylkingarinnar

Samfylkingin óskar eftir upplýsingum um stöðu mála vegna húsnæði stjórnsýslunnar, kostnað við lagfæringar og einnig hvar aðstaða fyrir kjörna fulltrúa, bæjarfulltrúa, er áformuð. Málinu vísað til starfshóps um húsnæði stjórnsýslunnar.
12. 1709249 - Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar
Tekið til umræðu að beiðni fulltrúa Samfylkingarinnar.

Samfylkingin leggur fram svohljóðandi tillögu: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela forsetanefnd bæjarins að endurskoða og yfirfara samþykktir Hafnarfjarðarbæjar. Sérstaklega er henni falið að skýrgreina aðkomu kjörinna fulltrúa og rétt þeirra varðandi ráðningar.

Málinu vísað til bæjarstjórnar.
13. 2407227 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum
Tekið til umræðu að beiðni fulltrúa Samfylkingarinnar.

Samfylkingin óskar eftir upplýsingum um endurgjaldslausar skólamáltíðir í grunnskólum. Staða mála, svo sem varðar fjárhag og útgjöld, stöðu samninga við þjónustuaðila, kynning gagnvart foreldrum og börnum ofl. Einnig ítrekaðar yfirlýsingar bæjarstjóra um andstöðu við þessa réttarbót gagnvart barnafjöldkyldum í bænum. Óskað er eftir sundurliðaðri kostnaðaráætlun frá fjármálastjóra varðandi haustönn grunnskólanna í þessu máli.

Rósa Guðbjartsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

Undirrituð hefur fyrst og fremst bent á þá skoðun sína að ríkið hefði átt að beita öðrum aðferðum í kjarasamningsgerðinni í vor sem komið hefðu barnafjölskyldum vel. Til dæmis með ótekjutengdum barnabótum í stað þess að stilla sveitarfélögunum upp við vegg og hlutast til um gjaldskrár þeirra, í þessu tilviki vegna skólamatar. Hafnarfjarðarbær var hins vegar eitt fyrsta sveitarfélagið til að lýsa því yfir að skólamáltíðir yrðu gjaldfrjálsar frá og með hausti 2024.

Guðmundur Árni leggur fram svohljóðandi bókun:

Enn og aftur ítrekar bæjarstjóri og Sjálfstæðisflokkurinn andstöðu sína við fríar skólamáltíðir í grunnskólum bæjarins og fjandskap sinn og flokksins við þær kjarabætur sem í þeim felast fyrir barnafjölskyldur í bænum. Það er athyglivert.

Rósa leggur fram svohljóðandi bókun:

Hafnarfjarðarbær hefur undanfarin ár skorið sig úr meðal sveitarfélaga og verið með mjög ríflega systkinaafslætti á skólamat og á frístundaheimilum. Það hefur reynst barnmörgum fjölskyldum mjög vel. Í kerfinu hefur líka verið hugað vel að því að þeir sem vilja borða fái að borða og haldið utan um þá sem höllum fæti standa. Málið snýst um að sveitarfélögin haldi sjálfstæði sínu og sjálfsákvörðunarrétti í ákvarðanatökum.






Fundargerðir
14. 2108583 - SSH, byggðasamlag, stefnuráð
Lögð fram fundargerð Stefnuráðs byggðasamlaganna frá 14.ágúst sl.
15. 24011041 - Reykjavíkurborg, Reykjanesfólkvangur, úrsögn
Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 26.júní sl.
16. 1904277 - Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir
Lagðar fram fundargerðir 47. og 48. eigendafundar Strætó bs. frá 20. mars og 1.júlí sl.
17. 2401147 - Stjórn SSH, fundargerðir 2024
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 19.ágúst sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:25 

Til bakaPrenta