Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 537

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
21.08.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
Hilmar Ingimundarson aðalmaður,
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaformaður,
Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður,
Gauti Skúlason aðalmaður,
Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi,
Ívar Bragason bæjarlögmaður, Geir Bjarnason starfsmaður, Guðmundur Sverrisson starfsmaður, Sigurður Nordal sviðsstjóri, Fanney Dóróthe Halldórsdóttir sviðsstjóri, Valgerður Sveinbjörnsdóttir starfsmaður, Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir starfsmaður, Vigfús Hallgrímsson starfsmaður, Árný Steindóra Steindórsdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Vigfús Hallgrímsson, þróunarfulltrúi grunnskóla
Starfsmaður er Fanney D. Halldórsdóttir sviðsstjóri og áheyrnarfulltrúar Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Vigfús Hallgrímsson þróunarfulltrúi grunnskóla, Margrét Halldórsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Margrét Ögmundsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Margrét Thelma Líndal Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Harpa Kolbeindóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Kristín Blöndal fulltrúi foreldra grunnskólabarna


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Kosið í ráð og nefndir til eins árs. Kosið til 1 árs:

Eftirfarandi kosning samþykkt samhljóða:

Fræðsluráð:
Formaður Kristín Thoroddsen, Burknabergi 4 (D)
Varaformaður Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Miðvangi 107 (B)
Aðalfulltrúi Hilmar Ingimundarson, Svöluási 2 (D)
Aðalfulltrúi Kolbrún Magnúsdóttir, Akurvöllum 2 (S)
Aðalfulltrúi Gauti Skúlason, Strandgötu 31-33 (S)
Áheyrnarfulltrúi Karólína Helga Símonardóttir, Hlíðarbraut 5 (C)

Varafulltrúi Thelma Þorbergsdóttir, Kvistavöllum 26 (D)
Varafulltrúi Margrét Vala Marteinsdóttir, Selvogsgötu 22 (B)
Varafulltrúi Lára Árnadóttir, Furuvöllum 26 (D)
Varafulltrúi Margrét Hildur Guðmundsdóttir, Hverfisgötu 61 (S)
Varafulltrúi Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Arnarhrauni 21 (S)
Varaáheyrnarfulltrúi Auðbergur Már Magnússon, Hverfisgötu 4 (C)
Lagt fram.
2. 2408277 - Verkefnastyrkur til barna sem fengið hafa stöðu í Hafnarfirði og eru á grunnskólaaldri
Börn sem hafa verið á flótta búa við fjölþættar áskoranir til lengri eða skemmri tíma. Því þurfa börnin og fjölskyldur þeirra oft á tíðum aukinn stuðning þegar þau eru að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi.
Í kjölfar mikillar fjölgunar barna á flótta hér á landi ákvað ríkisstjórnin að hefja reynsluverkefni til þess að styðja við sveitarfélög vegna barna á flótta.

Rúmlega 100 börn í Hafnarfirði falla undir skilgreiningu ráðuneytis sem börn á grunnskólaaldri á flótta.

Hafnarfjarðarbær lagði fram metnaðarfulla umsókn þar sem meginmarkmiðið er að styðja við skóla- og frístundastarf auk barnaverndar. Ráðnir verða tímabundið tveir brúarsmiðir sem munu aðallega styðja við frístundastarf barnanna og vera í góðu samráði við foreldra, skóla og aðila tengdu frístundastarfinu.
Styrkur til sveitarfélaga vegna tómstunda- og menntunarúrræða barna á flótta 2024.pdf
3. 2407139 - Verkefnastyrkur vegna barna á flótta á leikskóla- og framhaldsskólaaldri - Hafnarfjarðarkaupstaður
Einnig kom styrkur vegna barna í leikskólum og á framhaldsskólaaldri.
Fræðsluráð fagnar því að styrkur hafi verið veittur frá ríki til að þjónusta betur börn á flótta sem komin eru með stöðu og starfsmenn leikskóla. Kennslufulltrúa fjölmenningar í leikskólum þökkuð kynningin.
4. 2407227 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað lagt fram.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurnir:
1. Hve mikinn kostnaðarauka fela fríar skólamáltíðir í grunnskólum í sér fyrir Hafnarfjarðarbæ? Ef kostnaðarauki er til staðar þá er óskað eftir sundurliðun á kostnaðaraukanum, í hverju hann felst og hvernig hann kemur til.
2. Hvernig verður fyrirkomulagi á kynningu til foreldra og barna á fríum skólamáltíðum háttað?

Sviðsstjóra falið að svara fyrirspurn.
Bréf til sveitarstjóra.pdf
Gjalfrjálsar skólamáltíðir, minnisblað.pdf
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir, viðauki I, framlög vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða ágúst-desember 2024.pdf
MB. til FD gjaldfrjálsar skólamáltíðir.pdf
5. 2209167 - Hamranesskóli
Fundagerðir starfshóps lagðar fram.
Fundargerðir lagðar fram til umræðu.
6. 2406062 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna
Stöðuskýrsla um innleiðingu laga um samþættingu kynnt ásamt stöðu innleiðingar í Hafnarfirði
Minnisblað lagt fram til kynningar. Eiríkur Þorvarðarson mætti á fundinn undir þessum lið og er honum þökkuð kynningin.
skyrsla-innleiding-farsaeldar-mai-2024.pdf
Minnisblað samþætting þjónustu 10.06.2024.pdf
7. 0909150 - Velferðarvaktin
Erindi frá Velferðarvaktinni með fyrirspurn um ritfangakaup.
Sviðsstjóra falið að svara erindinu.
Velferðarvaktin_Fyrirspurn júlí 2024.pdf
Fyrirspurn vegna ritfangakostnaðar 2024.pdf
8. 2401666 - Skóladagatal 2024-2025 grunnskólar
Erindi frá Engidalsskóla um breytingu á skóladagatali skólans 2024-2025.

"Ósk skólans um örlitlar breytingar á skóladagatali. Óskað er eftir því að starfsdagur sem settur var 19. september verði færður til 13. september. Þessi ósk er vegna þess að margir kennarar ætla á læsisráðstefnu í Háskólanum á Akureyri 13. september.
Óskin samþykkt án athugasemda."
Fræðsluráð samþykkir óskina.
Skoladagatal-2024-2025_EDSK - Nýtt.pdf
Eng-skólaráðsfundur_13. ágúst 2024.pdf
9. 2212155 - Heimgreiðslur
Fyrirspurn lögð fram.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hversu margir foreldrar hafa þegið heimagreiðslur frá því að þeim var komið á til dagsins í dag? Óskað er eftir sundurliðun á fjölda eftir mánuðum og sundurliðun á meðalaldri foreldra eftir mánuðum.
10. 2405222 - Miðstöð ungs fólks í Hafnarfirði
Lögð fram 1. fundargerð starfshóps um ungmennahús.
Lagt fram.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurnir varðandi miðstöð ungs fólks í Hafnarfirði:
1. Hvaða þjónusta við ungt fólk sem var til staðar á Suðurgötu 14 hefur þegar verið flutt yfir í Nýsköpunarsetrið við Lækinn? Er búið að ráða starfsmenn til að sinna þeirri þjónustu og skilgreina opnunartíma?
2. Hvaða þjónustu fyrir ungt fólk stendur til að flytja frá Suðurgötu 14 yfir í Nýsköpunarsetrið við Lækinn? Er búið að ráða starfsmenn til að sinna þeirri þjónustu og skilgreina opnunartíma?
3. Til hvaða ráðstafana hefur verið gripið til þess að tryggja óskert framhald á þeirri þjónustu sem var veitt fyrir ungt fólk á Suðurgötu 14 eftir að úrræðum þar var lokað?
4. Hvaða kostnaður, ef einhvern, felst í þeim breytingum sem er verið að ráðast í varðandi ungmennahús í Hafnarfirði? Ef einhvern kostnaður er til staðar þá er óskað eftir sundurliðun á honum eftir kostnaðarliðum.
5. Hvernig er starfsemi Ungmennaráðs nú háttað? Er til staðar starfsmaður sem þjónustar ungmennaráð og hvar hefur ungmennaráð aðstöðu til að funda?
11. 2408420 - Fyrirspurn um stuðning við börn og ungmenni í landsliðsverkefnum
Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir upplýsingum um hvaða styrkir standa hafnfirskum ungmennum sem taka þátt í landsliðsverkefnum til boða; hver er árleg upphæð sem hver einstaklingur getur fengið úthlutað og hvað hefur mörgum slíkum styrkjum verið úthlutað á síðustu þremur árum? Hver er heildarfjöldi á hverju ári annars vegar og hins vegar upphæð alls?
Fyrirspurn vísað til íþrótta- og tómstundafulltrúa.
12. 2405019F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 394
12.1. 2108310 - Upplýsingasíða um íþrótta- og tómstundamál
Lagt til að bæta við flokki fyrir eldri borgara inni á tomstund.is.
Samþykkt að breyta vefnum þannig að hann þjónusti einnig eldri borgara.
12.2. 2304452 - Tímaúthlutun í íþróttamannvirkjum Hafnarfjarðarbæjar fyrir Íþróttabandalag Hafnarfjarðar
Tillaga að tímaúthlutun fyrir Íþróttabandalag Hafnarfjarðar fyrir næsta vetur 2024-2025 lögð fram til samþykktar.
Samþykkt.
12.3. 2308876 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2024 og 2025-2027
Farið yfir plön næstu ára.
12.4. 2405463 - Aðsóknartölur í íþróttahús og sundstaði Hafnarfjarðar árið 2023
Lagðar fram til kynningar aðsóknartölur fyrir síðasta ár í sundstöðum og íþróttamannvirkjum bæjarins.
12.5. 2401303 - Þjóðhátíðardagurinn 2024, 17. júní
Farið yfir dagskrá.
12.6. 2310318 - Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2023
Plakat lagt fram til kynningar.
12.7. 2405222 - Miðstöð ungs fólks í Hafnarfirði
Lagt fram til kynningar.
Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar:

Á fundum Fræðsluráðs annars vegar og Fjölskylduráðs hins vegar þann 29. maí síðastliðinn var lagt fram minnisblað og tillögur frá Fanneyju Dórótheu Halldórsdóttur, sviðsstjóra Mennta- og lýðheilsusviðs og Guðlaugu Ósk Gísladóttur, sviðsstjóra Fjölskyldu- og barnamálasviðs, um breytingar á fyrirkomulagi þjónustu bæjarins við ungmenni. Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar í ráðunum tveimur samþykkti tillögurnar og var m.a. rokið í það að segja upp fjórum starfsmönnum Hamarsins. Af hverju þessi flýtir og af hverju ekkert samráð? Margt ágætt að finna í tillögum sviðsstjóranna en vinnubrögðin ófagleg. Minnihlutanum í áðurnefndum ráðum ekki gefinn kostur á að taka þátt í vinnslu málsins eða fá kynningu á framvindu þess. Málið aldrei tekið fyrir í Íþrótta- og tómstundanefnd, einungis niðurstaðan kynnt á fundi nefndarinnar í dag. Þá má nefna að málið hefur ekki verið á dagskrá í bæjarstjórn. Þessi vinnubrögð bæjarstjórnarmeirihlutans eru vægast sagt einkennileg og í raun ekki boðleg. Því er hér skorað á Fræðsluráð og Fjölskylduráð að afturkalla samþykktir sínar fá 29. maí og setja málið á byrjunarreit. Skipaður verði starfshópur þar sem fulltrúar meirihluta og minnihluta fái sæti svo og fulltrúar hagaðila.

Sigurður P. Sigmundsson


Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins í Íþrótta og tómstundanefnd taka undir bókun meirihluta í fræðsluráði, þar sem kom meðal annars fram:

Í breytingunum er lögð áhersla á að efla og útvíkka frístundastarf fyrir ungmenni í bæjarfélaginu til mikilla muna. Að brjóta niður múra og efla inngildingu ólíkra hópa. Bjóða fatlaða sem ófatlaða velkomna í það frístundastarf sem er í boði hjá bænum. Að öll starfsemin falli undir sama svið. Þá er lagt til að skipulagt ungmennastarf verði á tveimur stöðum í bænum til að koma til móts við íbúa í sístækkandi bæjarfélagi, annars vegar á Selhellu 7 og í Nýsköpunar- og tæknisetrinu í Menntasetrinu við Lækinn hins vegar. Meirihluti fræðsluráðs fagnar því að þjónusta við ungt fólk verður stórbætt í bæjarfélaginu í takt við þróun í samfélaginu ungu fólki til heilla líkt og kallað hefur verið eftir meðal annars af hálfu ungmennaráðs.

Einnig vísa fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins í frétt sem birtist á vef bæjarins um málið og þar kemur meðal annars fram að ákall hafi verið í breytingu á þjónustu við ungt fólk og mun þessi breyting svara því kalli og er markmiðið með þessum breytingum að ýta undir og búa til fjölbreytt og skapandi frístundastarf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði með áherslu á fræðslu, þroska og farsæld.

Kristjana Ósk Jónsdóttir og Erling Örn Árnason
12.8. 2405865 - Íþróttavika Evrpópu 2024
Lagt fram til kynningar.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir þátttöku í verkefninu.
12.9. 2401611 - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, fundargerðir
Nýjasta fundargerð lögð fram.
12.10. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Nýjasta fundargerð lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50 

Til bakaPrenta